Smiðjudagar 2006 voru haldnir núna um helgina á Sauðárkróki og ég ætla að segja frá minni skoðun :Þ
Föstudagur

Þar sem að ég er frá Akranesi en ekki RVK svæðinu þá kom ég í rútunna hjá Gangnaplaninu og við lögðum af stað Jibbí. á leiðinni var gaman afþví að maður var að tala við allt fólkið og kynnast og blaðra. Þegar að við komum í Varmahlíð var haldið sundlaugarparty en þá voru krakkarnir frá Akureyri komin ofan í og við slógum pottametið með 36 krökkum í potti held ég (það var nú ekki mikið vatn eftir í pottinum þegar að við fórum úr honum.) svo brutum við næstum rennibrautina þegar að við fórum rúmlega 20 manns í þessa “stóru” rennibraut. Svo keyrðum við til Sauðaárkróks og í skólann þar sem að við áttum að gista um helgina. Þá fórum við að ganga frá dótinu og borga og fíflast bara og ég var næstum sett upp á skáp haha. Seinna um kvöldið fórum við í morðingjaleik og ég var morðinginn og var að drepa alla ;D muahahah ;D svo var bara fólk að fíflast og tala saman og kúra og þannig og síðasta fólkið (semsagt við) var að sofna um 5 leitið.

Laugardagur

Við vorum vakin um 10 leitið og fengum frosið brauð í morgunmat og svo fórum við að reyna að afmygla okkur aðeins og klukkan 11 var einhver fundur. Þegar að fundurinn var búin fórum við aðeins á JOTI(jaboree on the internet)niðri í tölvustofu. Þegar að við nenntum því ekki lengur fórum við út í verst skipulagða póstaleik sem ég hef farið í, svo að þegar að við vorum búin með 3 pósta hættum við og fórum í bakaríið og fengum okkur hádegismat (sem var eina almennilega máltíðin sem að ég borðaði um helgina) og síðan löbbuðum við bara aftur upp í skóla og JOTIuðumst aðeins meira og fórum síðan að taka þátt í NAGLINN 2006 sem er keppni í allskonar þrautum. Við stóðum okkur ágætlega í Trukkatoginu þar sem að við áttum að draga jeppa ákveðna lengd, töpuðum Klæddu mig úr! sem er að finna hluti og í þessu tilviki var það svartur brjóstahaldari, trefll, grænn sokkur, spýta, hægri tefa og vinstri vettlingur. Við klúðruðum appelsínuleiknum sem var ýkt fyndið haha maður átti sko að taka við appelsínu með hálsinum. Svo átti maður að negla nagla í spýtu sem var svo blaut að maður gat ekkert neglt í hana ;D hehe (minnsta kosti ekki ég, ég negldi bara í sprunguna) og svo áttum við að gera listræna tjáningu og taka mynd af því, við gerðum mennskan píramída með 6 manns og ég var efst haha. Þannig að við klúðruðum þessari keppni allveg en það var bara gaman að vera með.
Svo fórum við aftur upp í skóla að JOTIast og bara chilla. Í kvöldmatinn fengum við svo hráa hamborgara ( þeir voru sko bara rétt steiktir að utan en liggur við lifandi innan í) og svo klukkan átta vorum við með kvöldvöku á tvem stöðum á landinu, hjá okkur og í Hafnarfirði. En þetta var samt frekar léleg kvöldvaka og svo var Sjóræningja ball sem að ég nennti ekki einu sinni á því að fólk var bara að dansa með ljósin slökkt og tövuhátalara hehe. Svo þegar að þau voru loksins búin að fatta að það voru bara örfáir sem að nenntu að vera á þessu balli fórum við í óvissuferð upp í Grettislaug þar sem að einhverjir fullir kallar voru að rífa kjaft og keyrðu svo í burtu þannig að við hringdum í lögguna á þá og fórum bara samt í laugina haha ( ég fór samt ekki ofaní heldur vorum við bara að skoða stjörnurnar og tala saman og kúra í rútunni) svo keyrðum við heim og allir fóru að sofa eða kúra.

Sunnudagur

Við vorum aftur vakin klukkan 10 í morgun og fengum aftur frosið brauð í morgunmat og svo mátti maður velja hvort að maður vildi hlusta á forvarnarfyrirlestur eða þrífa (hmm hvort ætli þau velji) ég er svo löt að ég fór á fyrirlesturinn og við vorum þar að horfa á einhverjar myndir og þannig. þegar að við komust þaðan út fórum við bara að taka saman dralsið okkar. Svo í hádegismat fengum við kjúklingasúpu sem var eins og bráðið hor í glasi. Svo kláruðum við bara að þrífa og svo haldið heim á leið. En þar sem að við vorum svo vond að vera of lengi í Staðarskála á norðurleiðinn þá var ekkert stoppað á leiðinni ekki einu sinni þegar að tvær stelpur voru allveg að pissa í sig. (vonda fólk:Þ )

En afþví að það var svo æðislegt fólk á þessu móti þá bjargaðist þetta allveg og vonum bara að þau geri betur með dagskrána á næsta ári ;D

en takk fyrir góða helgi allir og sjáumst vonandi aftur á næstar skátamóti ;**
Love is a game that two can play and both win by loosing their heart.. <3