Vörðuhlaup Gönguhópurinn sem staðið hefur fyrir Ds. Göngunni síðustu ár hefur boðað til sérkennilegs hlaups næsta sunnudag. Safnast á saman og hlaupa eftir vörðunum á Hellisheiði, það eru um 3 km. Dróttskátar sem og aðrir sem hafa þor og getu til eru hvött til að mæta.

Upplýsingar um hlaupið:
Mæting er á miðri Hellisheiði (þar sem neyðarskýlið var og vörðurnar enda (eða byrja í þessu tilfelli) klukkan 12:00 sunnudaginn 2. júlí.

Ræstir verða klukkan 12:10 fyrstu hlauparar og svo á 2-3 mínútna fresti eftir það.
Gert er ráð fyrir því að Keppnin sjálf taki um 1-2 klukkutíma (það er að segja fyrir alla hlauparan að hlaupa).
En með grillinu gæti þetta staðið til 15 eða 16.
Allur venjulegur hlaupabúnaður er leyfilegur en vegalengdin er um 2,6 km.

Eftir hlaupið verður svo farið í Þrym eða eitthvert nálægt og þar verða grillaðar pulsur. Þær eru innifaldar í verðinu hjá hlaupurum en annars kostar stikkið 100 kall. Drykki verða gestir og þátttakendur að koma með sjálfir. Sérstaklega mikilvægt er að koma með vatn fyrir hlauparana.

Þeir sem ekki ættla að hlaupa er líka hvattir til að mæta og hvetja sinn eða sína hlaupara áfram.

Engin takmörk eru á fjölda hlaupara frá hverju félagi.

Aldur þátttakenda miðast við dráttskáta aldurinn.

Verðlaun verða veitt fyrir fyrsta sætið en þau eru farandgripur líkt og fyrir Ds. Gönguna en þessi viðburður er á vegum sömu aðila og sjá um hana.

Það er því til mikils að vinna og

Þá verða þátttakendur og stuðningsmenn þeirra taldir og í haust verða veitt verðlaun fyrir bestu Dróttskátasveitina en það er sú sveit sem hefur tekið hvað mestan þátt í starfi og viðburðum Gönguhópsins (sem sér um þessa keppni, Ds. Gönguna og fleiri viðburði).

Stuðningsliðin er því hvött til að klæðast einkennandi fatnaði og framkvæma ýmiskonar styðjandi gjörninga s.s . hróp og söngva.

Á leiðinni verða dómarar og sjúkraliðar til að aðstoða keppendur.


Hlökkum til að sjá ykkur sem flest


Gönguhópurinn

Frekari upplýsingar er hægt að fá með því að senda emil á Gumma (gummif@gmail.com ) eða hringja í hann í síma 8952409.


Tekið af skatar.is
- Á huga frá 6. október 2000