Helgina 2.-5. júní verður 66. Vormót Hraunbúa haldið. Að venju verður það haldið í Krýsuvík þrátt fyrir skemmdarverkin sem unnin voru fyrr í mánuðinum.
Mótið er fyrir skáta á aldrinum 11 ára og uppúr. Fjölbreytt valdagskrá verður fyrir skátaflokkana þar sem hægt verður að velja á milli tæplega 20 pósta. Auk þess verður haldinn stór ratleikur, tónleikar og margt fleira spennandi.
Dróttskátar spila stórt hlutverk við framkvæmd mótsins og verða þeir í dróttskátabúðum sem eru í smá fjarlægð frá tjaldbúðunum sjálfum. Dróttskátar sjá um framkvæmd pósta á mótinu en sú dagskrá fer fram á kvöldin eftir að skátadagskráin sjálf er búin.
Við viljum hvetja sem flesta til að koma á mótið og taka þátt í fjörinu.
Frekari upplýsingar verður að finna á vef mótsins: www.hraunbuar.is/vormot

Sjáumst á kamrinum!

Með skátakveðju.
Þórólfur Kristjánsson
Dagskrárstjórn vormóts