Ebeneser ætlari að sjá um þetta en í þessari sögu kemur fram hvers vegna hann sá sér ekki fært um það allveg strax minstakosti.

Fyrir þá sem ekki lásu greinina um hefðina hér á Ísafirði um að við skátarnir myndum ártalið með því að setja upp 8 stálgrindur upp í fjalli sem við stingum síðan kyndlum í sem mynda stafi ársins sem er að brenna út og þess nýja sem er að koma þá mæli ég með að þið lesið hana en það er ekki þörf.
Snjórinn og færðin upp í fjall var ekki góð þetta árið en var snjórinn lítinn og mjög harður en við skátar létum það ekki á okkur fá það var frekar að ganga bara upp skriðuna sem er við hliðina á grindunum og mættum að fjallsrótunum klukkan 10 á gamlársdag hress og kát fyrir utan að nokkrir svæfu yfir sig en þeir voru búnir að ná hinum áður en við komum upp að grindum. Grímur (ebeneser) fór fyrstur í för og var greinilega með gamlársskapið í lagi og nánast sagt hljóp þetta upp.
Mikil gleimska hafði verið í okkur foringjum og gleimdum við að manna liðið með skóflum en lukkulega vorum við með eina ísexi og skóflu til að gera stíginn til að labba á og setja grindurnar í til að þær mundu ekki bara renna niður fjallið.
Til að gera stíginn beinan vorum við með eitt gamlt band sem er strengt yfir á milli skriðanna sem eru í fjallinu en grindurnar eru á það sniðugum stað að það eru ekki steinar fyrir en 200-250 metrum neðar og það er þannig í 15-20 metra breitt þannig ef að snjór leifði þá gat maður vel leikið sér með því að rúlla, hoppa og renna sér niður án þess að hafa áhyggjur að maður mundi hljóta nokkurn skaða af. Þetta árið var snjórinn alls ekki þannig, hann var í því formi að hann var grjótharður og mjög erfitt að stoppa sig í honum. En hvað um það, Grímur bíður sig fram til að hlaupa yfir í hina skriðuna með bandið, tekur annan endan og hleipur af stað án þess að hugsa lengra en það. Honum gengur ágætlega að komast yfir en þegar hann átti svona 2-4 metra eftir missir hann allt í einu
fótfestuna undir sér og byrjar að renna án þess að geta mögulega gert einhvað, hann nátúrulega gerir eins og maður á að gera, spyrnir löppunum í til að reina að hægja á sér en hraðinn lætur ekki það á sig fá og fer stöðugt aukandi. Hann heldur enn í bandið og vonar að það muni nú ná að stoppa hann þegar það stekkist á því nú þegar tveir halda í það hjá grindunum en þetta var eins og í bíómynd, loksins þegar bandið fékk einhvað álag á sig gaf það sig og Grímur hélt bara í annan endann, hjálparlaus og hraðinn er enn að aukast. En núna vandast málið því hann er búinn að renna yfir 200 metra niðrávið og hann sér að grjótið er að nálgast honum óðfluga.
Þá áttar hann sig á því að það muni ekki ganga fyrir hann að bremsa lengur, það gerir bara ekki neitt gang á þessum tímapunkti þannig hann byrjar að spá í hvernig væri best að lenda á grótinu bara yfirhöfuð til að sleppa af lifandi. Hann lendir á grjótinu og flýgur upp í loftið um það bil tvo metra áfram, heldur síðan áfram þessari ferð og rúllar og skoppar á grjótinu loksins lendir hann á einu stórum stein til viðbótar og er þá kominn niðrá gras og loks stoppar þar.
Að vera þarna uppi og að hafa horft á þetta og nokkurnvegið vitað hvað mundi ske án þess að geta gert neitt var ömurlegt og að sjá einn af sínu bestu vinum fara í grjótið á þessum hraða eins og þegar hann lenti á því og flaug upp, lenti og hélt áfram jafn stjórnlaus og eins og hann væri dúkka var hreinlega sagt óhugnarlegt.
En við að sjálfsögðu fórum 4 niður af 12 (Yngri krakkarnir voru höfð verið látnir bíða uppi með tveimur eldri) til að hjálpa honum, hringja á neiðarlínuna og gera það sem við gátum. Við allir sem virkir unglingadeildarmeðlimir og verðandi björgunarsveitarmenn vissum vel hvernig ætti að bregðast við svona löguðu eftir að hafa farið á námskeið sem kennir hvernig rétt viðbrögð eru. Þegar við komum niður til hans sáum við að við gátum voðalega lítið gert því þetta var eiginlega bara innvortis meiðsli þannig við héldum honum vakandi og biðum bara eftir fólki sem við vissum að voru á leiðinn. Loksins kom lögreglan, síðan sjúkrafluttningsmennirnir og loks stór partur af björgunarsveitinni hér eftir að hafa fengið útkall rauðan á að maður hafi slasast upp í Eirarfjalli. Búið var að dópa Grím niður, hann var settur á börur og var okkur raðar á þær og við fórum mjög hægt niður með hann, enda var það vel þörf því það var glerhált í fjallinu og ekki vildum við missa hann.
Loksins var komið niður með grey mannin sem var sárkvalinn en kvartaði samt ekkert eins og sönnum íslenskum karlmanni ber að sæma. Var honum komið á spítalann í flýti þar sem honum var komið undir læknishendur strax. Var síðan kallaður til fundur til allra þeirra sem höfðu verið í fjallinu að setja upp grindurnar og var ferðinni heitið í skátaheimilið til að komast yfir mesta álagið og ákveða hvort að skili halda aðgerðum með ártalið áfram eða ekki, okkur fannst réttast að sleppa því þetta árið en þessi áramót voru þau fyrstu í áratugi sem þessum sið hafði verið sleppt.
Eftir læknisskoðun kom í ljós að Grímur hafði sloppið sérlega vel á mið við hvernig hann hefði endað en hann endaði með loftbrjóst sem lýsir sér þannig að það kemur gat á lungað og loft kemst inn á milli einhverstaðar á því svæði, rifbeinsbrot, tognaðan kálfa og læri síðan marbletti og skrámur víðsvegar um líkaman. Það eru núna nærrum því þrír dagar síðan þetta skeði og er hann allur að koma til og verður vonandi kominn út af spítalanum bráðlega.

En þetta var sem sagt ferðasagan um fyrsta slysið sem verður við að gera ártalið hjá skátunum, sem betur fer endaði það ekki verr en þetta.

Takk fyrir að hafa lesið söguna og gleðilegt nýtt ár, vonumst eftir fáum slysum þetta ár 2006.
Þetta reddast…