Núna á næstunni eða 11-17 ágúst ætla ég að skella mér á Hornstrandir með hressu fólki úr skátafélaginu Hamar. Planið er að labba af okkur fæturna og hafa rosalega gaman saman. Við leggjum af stað héðan úr Reykjavík á tveimur bílum þann 11. ágúst og förum á Norðurfjörð þar sem við gistum fimmtudagsnóttina og síðan erum við með pantaðan bát sem fer með okkur í Smiðjuvík ef veður (öldur) leyfa og farangurinn fer svo áfram í Hornvík. Samkvæmt því sem mér er sagt er víst bara hægt að komast inn í Smiðjuvík í vissri vindátt þannig að við treystum bara á heppnina í þeim efnum, annars förum við bara í einhverja gönguferð út frá Hornvíkinni ;P
planið er semsagt að byrja að labba strax á föstudaginn og labba frá Smiðjuvík yfir í Hornvík og þar munum við eyða næstu 5 nætum og labba dagsleiðir út frá Hornvíkinni.

Þegar ég byrjaði að skrifa um þessi skemmtilegu göngu sem ég er að fara í þá rifjaðist upp fyrir mér hugmynd sem ég fékk fyrir ári síðan þegar ég labbaði Laugaveginn með góðum félögum úr Hamar.

Ég var eitthvað að velta fyrir mér hvað það væri lítið að gerast í skátastarfi í ágúst, það er t.d. Vormót og Viðeyjarmót fyrri hluta sumarsins en svo er eitthvað hálflítið að gerast seinni hluta sumarsins…þannig að hugmyndin mín er að gera svona skátahelgi eða skátadag í ágúst þar sem flestir skátar á landinu myndu reyna að gera eitthvað í anda skátahreyfingarinnar, fara í útivistarferðir, útilegur eða eitthvað annað skátatengt, það kynnu margir að segja núna að við eigum okkur skátadag, 22 febrúar, afmælisdagur BP en ég er að tala um svona dag þar sem við reynum að gera eitthvað sem okkur finnst skemmtilegast að gera í skátastarfi, útivistarferðir í mínu tilviki. þetta yrði semsagt nokkurneginn skátamót þar sem þátttakendurnir skapa algjörlega sína eigin dagskrá…skemmtilegt nafn á þetta væri t.d. Skátastolt eða eitthvað í þeim dúr :D

En þetta er nú bara hugmynd sem mig langaði að deila með ykkur og það væri gaman að sjá aðrar sambærilegar hugmyndir frá ykkur.

kv. Ottó Ingi
skf. Hamar,ds. Barbí