Vá það kom mér svo á óvart hvað það kom ekki ein einasta grein um landsmótið hingað inn. Það mætti halda að það hafi enginn verið á landsmóti. Ég fór á landsmót og skemti mér allveg ótrúlega vel.. þrátt fyrir að hafa langað heim einu sinni þar sem að þreitan var að gera út af við mig. En ég var nú ekki lengi að komast yfir hana og skemta mér bara ennþá betur daginn eftir ;)
Ég ætlaði ekki að skrifa grein hérna þar sem að ég var ekki í dagskrá eða neitt. En hér kemur samt stutt ágrip á hvernig ég upplifði landsmótið :D

Það má orða það þannig að ég hafi verið sjúklega ánægð þegar það var byrjað vegna þess að ég var fararstjóri og var búin að vera í undirbúningi allan veturinn. Erfitt og oft þreitandi en samt ótrúlega gaman. Það var nú ekki mikið mál að koma okkur fyrir þarna uppfrá. Ég vinn á leikskóla þannig að ég veit hvað ég á að segja við krakkana “mína” eins og ég kalla þá. Komum okkur ansi vel fyrir á þriðjudeginum með fráæbæra nágranna og á æðislegu torgi.
Eins og ég var búin að segja þá var ég ekki í dagskrá eða neitt en ég fór samt í Alheimsþorpið og Orkuþorpið, þrauta og meta land og það sem að var opið öllum. Gerði líka dauðaleit á öllu landsmótssvæðinu af völundarhúsinu sem að var svo ekkert þar. Þannig að ég fór súr upp í tjaldbúð aftur ;) hehe..
Í orkuþorpinu var ég að reyna sápukúludótið.. ekkert smá súr að það virkaði ekki.. reyndi áræðanlega 300 sinnum en það tókst ekki. Ég ætla mér samt að takast þetta eithverntíma. Á öruglega eftir að útbúa mér svona græju hérna heima ;) hehe!
Ég fór líka að raka blöðru og vann strák í því !! hehe.. komst líka að því að það er ekki séns að sprengja blöðruna með svona rakvél. Ég bjó til ljóð, skrifaði í gestabókina, málaði, fór í tvister og margt margt fleira..
og auðvitað á maður að þakka veðurguðunum fyrir veðrið það var svo stór hluti af mótinu að það var æðislegt veður.

það eina sem að mér fannst leiðinlegt á mótinu var að ég þurfti að standa í röð í fullt af klukkutímum til að skrá félagið mitt á svæðið og til að fara í sturtu.. en vá hvað sturturnar voru góðar ;) sérstaklega þegar maður var búin að fara í geggjaðan vatnsslag og fá svo ís í hárið :)

Held samt að þetta sér komið gott í bili af Landsmóti.. Nú skora ég á ykkur öll að segja hvernig þið upplifðuð mótið :o) bæði góðar og slæmar reynslur.

Takk allir sem að ég hitti á mótinu :D
Vona að hitta ykkur aftur :D

Kv Kittý - Strók Hveragerði :)
smælaðu framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.