Fyrir langa löngu í fjarlægu landi bjó lítill þjóðflok…nei djók :p Þetta gerðist í alvörunni bara á Íslandi, nánartiltekið á reykjanesinu og núna um helgina meira að segja :-)

Föngulegur hópur euro-djammara var á leiðinni í áheitagöngu. Það voru fjórar meyjar og þrír herramenn úr skátafélaginu Heiðabúum sem gengu þessa leið í þeirri von að nurla saman einhverjum krónum fyrir sultuferðinni.

Ferðin hófst klukkan 8:30 þegar allir voru loks mættir við skátaheimilið í Njarðvík. Það var grámyglulegur morgun og rigningarsuddi sem dundi á okkur. Við gengum af stað frekar bjartsýn því að þetta gat nú varla versnað mikið.

Gengum við í gegnum Njarðvík og meðfram tjörninni á Fitjunum og stefndum á Innri-Njarðvík því að þar lá leiðinn um Stapann sem leiddi okkur inní Vogana. Um ellefu leitið vorum við komin inní Voga og rigningin var orðin að engu og sólin farin að skýna. Við tókum okkur stutt stopp í staðar sjoppu og hvíldum leggina…þegar kom að því að ganga aftur af stað var byrjað að rigna…

Við héldum útúr vogunum og inná Vatsnleysuströndina…hvassahraunið var alltaf bara hinumeginn við hólinn…við vissum bara ekki hvaða hól 8-I Á miðri ströndinni fengum við að komast í örlítið þurrt í golfskála í eigu golfklúbbs vatsnleysustrandar og erum við þeim ævinlega þakklát fyrir gestrisnina.

Við gegnum afganginn af ströndinni og innáhvassahraunið, lítill bútur af göngunni sem hélst nokkuð þurr. Við enda hvassahrauns var síðasti bútur reykjanesbrautarinnar sem er göngufær, okkur var ráðlagt að ganga ekki þann kafla sem enginn stígur eða fáfarinn vegur liggur meðfram. Svo við fengum okkur að borða og létum lesta okkur yfir þennann kafla.

Við gengum úr Hafnarfirði uppí Kaldársel og gekk sá spotti óvenju hratt fyrir sig, aðalega vegna spennu, grunar mig. Við ætluðum að sofa í hundraðmetra hellinum fyrir ofan Kaldársel.

Við lékum okkur á leikvellinum og biðum eftir ljósmyndaranum frá fréttablaðinu. Hann var ekki alveg á því að fara að labba í djamm búningnum, svo við skriðum ofaní næstu fallegu gjótu sem var álíka góð og hellirinn reyndist.

Nóttin var blaut…og bannað að hugsa ljótt. Sumum var kalt..sumum ekki, minnir fólk á að eiga góða poka:-)

Foreldrar sóttu okkur svo morguninn eftir og hafa ófáir vafalaust farið heim í bólið eftir blauta nótt á hörðu hellisgólfinu.

Enn er spá betra veðri um næstu helgi, en krakkarnir eru ekki alveg tilbúnir að endurtaka þetta strax.

Við ætlum hinsvegar að byðja um veg/stíg fyrir gangandi fólk og fólk á reiðhjólum milli höfuðborgarsvæðisins og Reykjanesbæjar.

kv. Gunni

ps.
Ef það eru einhverjar villur hérna er það mér að kenna og þið megið skamma mig…mér er bara alveg sama :-)