Margir telja skátana vera að lognast útaf og þykir það mikill miður, en hvað er gert í því? Ekki hef ég séð mikið af baráttuefni frá BÍS um að ganga í skátana eða koma þeim aftur í þann virðingarsess sem þeir áður höfðu. Ábyrgðin hvílir á okkur að reyna að sýna fólki hvað býr í skátum, að við séum annað og meira en einhver skríll sem hjálpar gömlum konum yfir götur og syngur söngva, að sjálfsögðu ber okkur að hjálpa gömlu konunum og við sönginn finnum við okkar innri mann en það er svo ótal margt annað sem fólk fer á mis við það að fara ekki í skátana. Ég þekki ekki nokkra sálu sem sagt getur með góðri samvisku að hann/hún sjái eftir því að hafa farið í skátana, ég tel að það sé bara í nösunum á fólki að það vilji ekki fara í skátana eða bara vegna fáfræði. Ég bara spyr hvort fólki líkar betur við; vera svo gjörsamlega á skallanum á einhverju techno balli og muna svo ekkert eftir því daginn eftir eða þá að vera allsgáður á varðeldi þar sem sungnir eru söngvar og náttúruleg stemmning næst með bestu vinunum og öðru fólki sem maður er meira en tilbúinn að kynnast, vakna svo daginn eftir í tjaldinu og minnast þess hve gærkvöldið var skemmtilegt?
Persónulega finnst mér að nú sé nóg um lélegar staðalmyndir og annan óþverra gegn skátum sem sífellt veldur fækkun, eitthvað verður að gera í málinu svo skátafélög leggist ekki af vegna fámennis. Það veit ég með vissu að á mörgum smástöðum á landinu er ekkert skátastarf vegna áhugaleysis þeirra sem um það geta séð og á öðrum lítillega stærri stöðum hangir nánast allt starf uppi á ungmennum aðeins 15-17 ára, leppað af fólki í Reykjavík, og hafa því ekki einu sinni aldur skv. reglum BÍS til að sjá um skátastarf. Skátar, ef við viljum efla skátastarf á Íslandi verðum við að standa saman og fræða börn og foreldra, sem þarf ekki síður að fræða um uppeldisstarf skátanna svo þeir hvetji nú börnin til að leita frekar þangað en á eitthvert fyllerí en það skal ég vera viss um að næstum hvert foreldri vill ekki að börn sín fari á slíkar „skemmtanir“, um hversu verðmætt skátastarf getur verið fyrir ungmenni.
Með von um samhug og lítið skítkast
Ebenese
Lélegur frasi…