Undirbúningsútilega Einherja/ (Valkyrjan) Á helginni var alveg möögnuð útilega, fyrir utan vindinn.
Við mættum klukkan tvö í skátaheimilið og biðum í smá stund, björgunarsveitin skutlaði okkur út í Skálavík. Það var heitt í bílnum og við hlustuðum á músik á leiðinni sem var ekki svo löng.
Þegar við komum var sól og þá var beðið aðeins og tjölduðum síðan, því næst fórum við að ánni og strákarnir stukku útí hana.
Ég fór eitthvað pínu í ánna en það var ótrúlega kalt svo ég fór að hætta því.
Svo fórum við að leika okkur og skemtum okkur allan daginn.
Næst var borðað pulsur og smá kjöt, nokkrar pulsur létu því miður lífið.
Svo var haldið í fjöruna þar sem við vorum að grafa einhverja niður, vorum með smá varðeld og sumir sungu. Við grófum einn strákinn niður og létum hausinn standa upp úr, gerðum svo brjóst (þá stukku einhverjir strákar til og fóru að “laga” brjóstin) og bumbu, létum hann síðan fá neðrihluta karls.
Svo var náttúrulega ruddafótbolti þar sem mátti tudda og þannig, rosa gaman, sem betur fer varð ekkert slys í því eða neitt þannig. Á eftir fótboltanum fór ég með tveimur vinkonum mínum að bursta tennurnar í ánni, eitthvað voru nú sveitarforingjarnir óánægðir með það svo þeir ákváðu að múna…
Þegar við vorum búnar að bursta var farið að sofa.
Daginn eftir vöknuðum við í miklum vindi, og komum okkur vel fyrir í útilegustólum (sem strákarnir eiga) en þá kom einn foringi og skipaði okkur að fara í dagskrá sem hún var búin að gera (ekkert slæmt við það, bara gaman).
við suðum te og stöðum inní kassa, reyndum að kveikja eld, gerðum listaverk og leystum þrautir.
Síðan fórum við barasta að taka saman og fórum heim um tvöleitið :)
Þetta var ótrúlega skemtileg útilega.