Hvannadalshnjúkur Nokkrir félagar úr Skátafélaginu Segli ákváðu að fara upp Hvannadalshnjúk helgina 27 - 29 maí og hér kemur smá útdráttur úr þerri ferð..

Lagt var af stað á föstudaginn síðast og var stefnan sett á Svínafell. Lögðum af stað um svona 1700 og vorum mætt á staðinn 22. Ákváðum bara að taka því rólega og var farið að sofa 00:30 eftir að hafa límt á okkur fætunar.
Vöknuðum svo aftur klukkan 0400 og undirbjuggum okkur fyrir ferðinn miklu, ég ákvað að pakka eilítið betur og gerði mig alveg ready, svo keyrðum við aðeins og lögðum af stað klukkan 0600 upp jökulinn. Við löbbuðum fyrst yfir skriðjökul sem tók slatta tíma, svo sáum við brekkuna endalausa, sem var umþabil bara brekka alla leið upp með smá sléttum köflum inná milli. Við erum heldur ekki að tala um einhverja smá halla, heldur var ágætis halli á þessum andskota. Við þurftum að taka upp ísaxinar og vera undrbúin undir það að detta niður og kunna þar af leiðandi að bremsa.
Ég fékk mína háfjallaveiki í 500 metrum eða svo þegar ég byrjaði að hlægja og hlægja af öllu sem Finnbogi sagði, sama hversu ómerkilegt það var þá hló ég..

Eftir að hafa labbað slatta var ákveðið að fara í línu og labbað yfir sprungu svæði. Svo hélt þessi bévítans brekka áfram. Vorum búin að vera í æðislegu veðri en svo kom smá þoka og fokk, þessi brekka var eeeeeendalaus og ætlaði bara eginlega aldrei að enda. Svo sáum við eitthvað risa stóran grjót hnullung, svo fór þokan á sama tíma og þetta var snild að sjá Dyrhamar í allri sinni dýrð, bara æðislegt.. Við fórum svo að sjá toppinn og vorum kominn upp á hann um 1430. Stoppuðum þar í svona 30 mínútur og það var snild. 8 tíma ganga þangað upp. Svo þurfit maður nú að fara niður, eins o er sagt; allt sem fer upp, kemur niður aftur. Þannig þá hófst bara hröð ganga þar sem við vorum að renna okkur standandi, sitjandi, liggjandi og höfðum það gaman. Þetta var snild. Komum síðan að skriðjöklinum sem var óendalega lengi í göngu, fanst einsog tíminn stæði í stað og ekkert að ske, frekar mikið bögg. Vorum kominn niður eftir 6 tíma og var þá klukkan 20:00.

Var þá brunað í Svínafell og farið í sund sem var vægast sagt unaðslegt. Fórum svo og fengum okkur dýrindissteik og höfðum það bara þægilegt það sem eftir var af kvöldinu. Vöknuðum síðan um 0930 og vorum lögð af stað heim frá Svínafelli klukkan 11. Sú bílferð var ekki löng enda ákváðum við að fara í Skaftafell og labbað að Svartafoss sem er það nálagt. Fór ég bakvið fossinn og hafði það næs. Svo var bara ekkert annað í stöðunni en að bruna heim og komast í góða rúmið sitt. Vorum kominn svon heim um 17 og var þá bara afpakkað og tekið því rólega.

Rétt áður en við fórum í sund þufti maður nú að rífa af sér límbandið sem maður teipaðu utan um fótinn sinn… mig vantar nokku mörg hár, finnandi vinsamlegast beðinn að koma fram!.

Vill samt þakka ferðafélögum mínum fyrir góða ferð, skemmti mér vel í þessari 14 tíma gönguferð.