hæbb,
ég hef nú alltaf verið talinn svolítið skrítinn, svo það er fullkomlega eðlilegt að mér detti skrítnir hlutir í hug. Ég var nefnilega að sá í það hvaðan orðið ‘djamm’ væri komið.

djamm er væntanlega ekki alveg hreinasta íslenska sem til er, svo einhver staðar hlítur þetta að vera til í erlendum málum. Ég hugsaði í smástund (ekkert mjög lengi samt af því að ég er svo klár og fljótur að hugsa). Og komst það þeirri niðurstöðu það þetta orð hlyti hreinlega að vera það sama og ‘Jamboree’. Þið vitið, euro'DJAMM', DJAMMboree ofl. Enda gríðar gaman að fara á skátamót, sannkallað djamm!

Nú gætu einhverjum dottið í hug að þetta væri öfugt, Jamboree héti þetta af því að það er svo mikið DJAMM. En því neita ég algjörlega og þarf engin rök með því þar sem ég er skáti.

hvað fynnst ykkur? Við vitum jú að skátastarf er upphafið af öllu, kvöldvökur, söngvar, leikskólar eins og þeir leggja sig, 17. júní væri ekki til nema útaf okkur ofl ofl, ég gæti haldið áfram í allan dag!

gleðileg jól
Baldur Skáti - yfirrugludallur :)
Baldur Skáti