EuroJam :)
Þegar þessi grein er skrifuð þann 8.desember eru 233 dagar í EuroJam, European Jamboree eða Evrópumót skáta. EuroJam verður haldið í Englandi í bænum Chelmsford í risa garði sem heitir Highlands Park. Mótið stendur frá 29.júlí - 10. ágúst. Fyrsta daginn er bara komudagur annan daginn er tjaldbúðavinna, svo næstu 9 daga er dagskrá á vegum mótsins. Dagskrá er mjög fjölbreytt og spennandi, t.d. má nefna heimsókn í Gilwell Park, Sigling niður Thames ánna, Euroville (evrópuþorp) og SPLASH! (vatnasafarí). Síðasti dagurinn er svo bara brottfarardagur. Íslensku skátarnir munu svo dvelja þrjá daga eftir mót í London í RÚMUM :) eftir 3 vikna útilegu. Ég segi þriggja vikna því Landsmót skáta er bara vikuna fyrir mótið. Við fáum tvo daga eftir Landsmót til að þvo fötin okkar og sofa ;) svo er það bara Keflavík-London. EuroJam verður haldið á nákvæmlega stað og alheimsmótið og sama dagskrá verður keyrð á báðum mótunum, þannig EuroJam er notað til þess að prufukeyra dagskrá, svæði, þjónustu og öryggisgæslu fyrir alheimsmótið 2007, Sunrise. Það er þó enginn hætta á því að maður upplifi sama ævintýið tvisvar, því þessi mót eru svo risastór og bjóða upp á svo gífurlega mikið af fólki og fjöri.
Það er 12 manns búnir að skila inn umsókn fyrir EuroJam en skilfresturinn rann út 1.des.
4 Svanir hafa skráð sig, 7 Heiðabúar og einn Segull. Þetta eru aðeins þeir sem sóttu um almenna þáttöku en e-ð hefur borist af öðrum umsóknum. Ef þið viljið fara en hafið ekki skilað umsókn enn er ekki öll von úti. Ég stórlega efa það að ykkur verði neitað að fara þótt þið sækið um núna.
Ferðin kostar með gjaldeyri og Landsmóti og öllu svona um 200.000 kr. Aðeins dróttskátar mega far þar sem þetta er svona nálægt Landsmóti. Ég vil minna á heimasíðu EuroJam-fara Svana

Með þessari grein er ég að reyna að hvetja þá sem hafa áhuga á ferðinni að drífa sig í að skila inn umsókn eða byrja að pæla í þessu strax.

kv.peacock