… og því ekki seinna vænna en að fara að huga að því hvað á að gera um næstu páska.

Já ekki er ráð nema í tíma sé tekið og því fer hver að verða síðastur að byrja að íhuga hvað á að gera um páskana 2005. Páskarnir eru eins og allir vita einn mesti snilldar tími ársins með sín þrjú ess (snjór, skíði og súkkulaði)

Heyrst hefur af því að halda eigi allvöru dróttskátamót á norðurlandi, nánar tiltekið að Hömrum um næstu páka.

Stefnt er að því að dagskráin verði með svipuðu sniði og á sambærilegu móti sem haldið var um síðustu páska. (Já það var mót á Hömrum um síðustu páska, þrátt fyrir að fáir hafi mætt) Tel ég að allir sem mættu geti vottað það að þetta mót var algjör snilld ef ekki meira en það.

Þetta er viðburður sem enginn dróttskáti á Íslandi ætti að láta fram hjá sér fara, hvort sem hann vill extreme skíðaferðir, öflugan dag í “Fjallinu” eða bara slappa af í góðum félagsskap yfir páskana. Ég vil því hvetja fólk til að hafa augun opin og fylgjast með upplýsingum um mótið þegar þær koma.

Og svona fyrir þá sem vita ekkert um hvað ég er að tala þá vil ég benda á greinina “Undur vetrar” frá 6. mars, en þar er einmitt fjallað um síðasta mót.