Ferðasaga, SAMAN ´04 Hér er ferðasagan mín af Ds.SAMAN!!!

Ég var á SAMAN um helgina og það var ýkt gaman. Við komum klukkan hálftíu á föstudagskvöldinu og Auður var svo sniðug að hlaupa á undan og ná herbergi fyrir okkur, stóru herbergi. Svo þegar við vorum búin að koma farangrinum fyrir fórum við niður til Gísla og skiptum okkur niður á pósta í næturleiknum og ég fékk póstinn, að vera leiður og láta hugga mig. Ég fór eitthvert út í rassgat og kveikti á vasaljósinu mínu og ekki leið á löngu fyrr en fyrsti hópurinn kom, ég byrjaði að væla og þau brugðust við, ég mann ekki alveg hvað gerðist hjá öllum en allir hóparnir enduðu á því að knúsa mig og nokkrir knúsuðu mig lengi og þá varð mér aftur hlýtt…..ahhhh Svo þegar hóparnir voru búnir að hugga mig gaf ég þeim staf (Æ) og þeir héldu í burtu á nýja pósta og fengu nýja stafi og enduðu svo leikinn með því að mynda orðið RÆSTIVAGN. Svo þegar leikurinn var búin fórum við í háttinn og eftir nokkrar ömurlegar draugasögur frá mér sofnuðu allir.
Við vöknuðum svo snemma næsta morgun fengum okkur morgunmat og fórum svo út í skemmu þar sem okkur var skipt í hópa án tillits til félaga. Ég lenti í hóp með Danna landnema, Sverre, Árna , Gaur sem þorði ekki neinu, Ástvaldi (Ása) og einum gaur í viðbót sem ég mannekki akkúrat núna hvað heitir. Við byrjuðum á póstinum rötun, þar fengum við gefna stefnu í gráðum annað hvort rétttvísandi eða misvísandi og áttum að finna gula fána og fá aðra stefnu og gera þetta koll af kolli. Okkur var gefin stefnan með talstöð. Hver póstur tók klukkutíma og eftir rötunina fórum við í hjálparsveitarbíl og hann keyrði okkur niður í fjöru til Tura þar sem við fórum í sig, klifur, sandkassagerð og “dodger” sem er hinn einfaldi leikur að fara í kapphlaup við ölduna. Ég seig tvisvar sinnum og fór svo í klifur og þar fundum við leið sem við strákarnir skýrðum: “Extreme overhang with a twist” Þetta var sem sagt ofsaaukinn hengja með snúningi , ég þarf ekkert að útskýra hengjuna en snúningurinn var sá að að það var laus steinn efst uppi…..
Eftir klifur og sig eða sigur og klif eins og einhver vildi kalla það fórum við í bílinn aftur og hann keyrði okkur heim. Heim á Gufuskálum fórum við í “Flyfox” niður úr turninum og það var “heavy” gaman en eini gallinn var sá að maður fékk bara að gera einu sinni sem var frekar súrt þar sem þetta áttu að vera klukkutíam póstar. Eftir “Flyfox” var komin hádegismatur og maður hitti alla Svanina og Víflana (Svíflana) upp í stóra herberginu okkar. Svo var næsti póstur skyndihjálp og hann var niður á rústabjörgunarsvæði. Þar var okkur kennt að veita manneskju með hrygg- eða hálsáverka skyndihjálp og var það prýðisskemmtun þó það hafi verið með slakari póstunum en skyndihjálpin er auðvitað mjög mikilvæg….Eftir skyndihjálparpóstinn fórum við í rústabjörgun og það var skemmtilegt án efa einn af skemmtilegri póstum dagsins. Það er ekki mikið hægt að lýsa því í smáatriðum, þetta var bara að mjaka sér í gegnum rústir og þetta var ekki fyrir fólk með innilokunarkennd….Eftir rústabjörgunina vorum við fluttir út á höfnina á Rifi þar sem skemmtilegasti póstur dagsins að mínu mati beið okkar.
Á bryggjunni biðu okkar rennandi blautir blautbúningar og ég var ekki lengi ( jú,ég var reyndar lengi) að fara ofan í einn þeirra í ullarnærfötum og ullarsokkum með ullarhúfu. Svo vorum við allir komnir í búninga þá braut ég ísinn og hoppaði af bryggjunni og í ískaldann sjóinn. Þetta var alveg magnað!!!!! Ég hef oft verið á bryggjum og ég hef oft hugsað um hvernig það væri að detta út í og að standa þarna sjálfviljugur og henda sér út í var æðisleg tilfinning, þetta var bara algjört ÆÐI!!!!! Við syntum út í gúmmíbát og þar sagði gaurinn okkur að við ættum að velta honum og hann sýndi okkur hvernig ætti að gera það. Hópnum hafði verið skipt í tvennt og við vorum þrír strákar þarna ofan í sjónum og hann bað hina tvo að koma og hvolfa bátnum og þeir náðu því þá var komið að mér og einhverjum þeirra, en þeir nenntu því hvorugur svo ég sagðist reyna þetta einn. Ég fór upp á bátinn og tók í bandið og vafði því utan um hendina og reyndi svo að hvolfa bátnum með eigin þyngd en það gekk ekki þótt ég hafi öskrað og ég stakkst á bólakaf. Strákarnir voru núna hlægjandi af þrjóskunni í mér og ég öskraði aftur og reif mig upp í bátinn og tók bandið og nú var ég aðeins rólegri og byrjaði að tala við bátinn: “Kallinn minn nú ætlum við aðeins að hvolfa okkur”, “Við erum eitt” og “ Koma svo!!!”. Svo byrjaði ég að dúa mér á hliðinni á bátnum og svo öskraði ég og beitti þyngdinni meira og svo vúmm skelltist ég á bakið og báturinn með…ég náði að hvolfa honum einn og þá vildu Sverre og Ási líka gera það og þeir léku það eftir mér. Nú kom spíttbátur að sækja okkur og næsti hópur fékk að gera og við fórum í bátsferð og fengum að stýra spíttbátnum…vei. Svo þegar sjóferðin var búin sóttum við hina strákana og fórum í land. Við fórum úr búningunum og fengum hita í puttana en þá varð manni aftur á móti kalt á líkamanum en ekkert mikið. Einn gaurinn sem var með póstinn fór að flippa og hoppa heljarstökk af bryggjunni. Innan tíðar kom svo björgunarsveitarbíllinn og sótti okkur flutti okkur heim á Gufuskála þar sem ég fór upp í herbergi í að fara í þurr föt áður en ég færi í síðast póstinn.
Upp á herbergi var Auður liggjandi, á bata vegi eftir að hafa orðið ofkæld í sjónum og Rósanna sem var komin með gubbupest. Þær voru ekkert í það góðu stuði en ég kom þarna inn í sólskinsskapi og skipti um föt. Ég held að þeim hafi ekkert fundist gaman hvað ég væri glaður. Ég var bara í svo miklu gúddí skapi ég get ekki lýst því. Svo dreif ég mig yfir í skemmu þar sem ég var að fara í síðasta póstinn sem var algjr chill póstur þar seem Gummi var með fyrirlestur um fjarskipti. Það var nú gott og blessað en þegar ég var búin á þessum pósti var ég komin úr ofur-gúddífílingnum mínum en ég var samt ekkert leiður. Ég var bara þreyttur. Ég fór yfir í herbergi og chillaði þar með Svíflunum þangað til það var komin kvöldmatur og eftir kvöldmat var kvöldvaka. Kópar stjórnuðu kvöldvöku og gerð þeir það prýðilega og þar voru Svíflar með skemmtiatriði. Þetta var í fyrsta skipti sem Páfuglalagið var flutt af gítar tríói sem samanstóð af mér, Jóa og Birki. Svo þökkuðum við fyrir okkur með djass-trommu-dansatriði sem var ekkert nema snilld. Svo eftir kvöldvöku var farið í nokkra leiki eins og að klifra í kringum borð og henda spilastokki í punginn á andstæðingnum og eftir það fórum við yfir í herbergið okkar, stóra herbergið okkar. Þar spjölluðum við saman og spiluðum á gítar þangað til okkur var sagt að fara að sofa þá fórum við að sofa. Skáti er hlýðinn!!!
Svo vöknuðum við bara í næsta morgun og fórum í metamót sem Hraunbúar voru með þar sem við grút töpuðum í rugby-i en burstuðum sjómann. Svo var það bara að þrífa taka til og fara heim með rútunni. En áður en við fórum í rútunna fengum við fyrirlestur um björgunarsveitarstarf sem var vara mjög fróðlegur og okkur var líka fenginn SAMAN bolur svo var tekinn hópmynd. Svo fórum við í rútuna og sungum mikið og spiluðum og hvöddum svo alla að lokum á planinu við Smáralind.
Þetta var Ds.SAMAN!!!!!! Það var ógeðslega gaman…ég get ekki hætt að segja þetta…. Ég þakka þeim sem nenntu að lesa þetta. :)

kv. Maggi, Ds.Dímon, Skátafélaginu Svönum

e.s. Hérna eru myndirnar af mótinu