Málið er það að ég er með brjálaðan flokk. Ég er 14 ára semsagt í 9 bekk og er með fimm 11 ára stráka í flokk. Reyndar erum við tveir flokksforingjar yfir flokknum en hinn er nokkuð lítill og þeir vilja ekkert hlýða honum. Í byrjun byrjaði ég með tvo í flokknum (segjum að heiti Palli og Jónas) sem var mjög þægilegt en svo bættust þrír strákar við úr öðrum flokk segjum að þeir heiti Kalli, Binni og Bóbó, semsagt áðan, þegar ég skrifa þessa grein mánudag 11. október. Tveir strákunum sem voru færðir voru mjög ósáttir og vildu ekkert gera það sem ég var búinn að skipuleggja þennan fund. Þetta eru einhverjir fótboltaguttar og ákvað ég bara að fara út með þessa tvo í fótbolta svona fyrsta fundinn þar sem að ekkert annað virkaði.
Segji aðeins betur frá flokknum þá er Palli og Kalli vinir og eru brjálaðir saman, semsagt bara vondir og hlýða engu og bara snarruglaðir. Binni og Bóbó eru fótboltaguttar og eru nokkuð ósáttir við að vera með Palla og Kalla í flokk. En Jónas er rólegur og jákvæður strákur.
Þegar ég var búinn að vera með þessa fótboltagutta úti í fótbolta ákvað ég að kíkja inn og sjá hvernig gengi hjá hinum, hvað þeir voru að gera og þess háttar. Þá voru þeir þrír einir en Haddi var ekki þarna. Fór ég þá niður í skrifstofu og spurði starfsmann hvert Haddi fór, sagði starfsmaður að strákarnir hefðu ráðist á Hadda og byrjað að kirkja hann og eitthvað og Haddi alveg í sjokki og var sóttur. Starfsmaður og sveitastjórar og fleiri í skrifstofunni fóru eitthvað að kenna mér um að passa ekki nógu vel upp á flokkinn og verði að passa að þetta skeður ekki aftur og eitthvað kjaftæði. Ég sagði bara “já, já, já” við öllu sem sagt var við mig. En ég hélt nú að haddi gæti alveg séð um þessa þrjá gaura en ekki var það rétt hjá mér. Reyndi ég svo eitthvað að tala við þessi stráka í flokknum og ekkert gekk og sögðu þeir bara að þeir gerðu ekki neitt og þess háttar. Ákvað ég þá að fara með þessa stráka í keilu í næstu viku og vonast til að þessir strákar byrjir eitthvað að sættast og spjalla við hvorn annan og þess háttar. Svo senti ég þá bara heim þar sem að 5 mínútur voru eftir að fundinum. Var að spá í að segja starfsmanni að hringja heim til foreldra hjá þessu tveim gaurum sem réðust á Hadda en hætti við það.

Var eitthvað að spá í því að tala við Hadda og spyrja hvort hann vildi vera með einhverjum öðrum með annan flokk og annar myndi koma til mín. Kannski myndi annar flokkur taka betur á móti Hadda og myndu kannski hlýða honum. Veit samt ekki.

En hafið þið einhverja hugmynd sem gæti bjargað mér út úr þessari klípu eða lagast þetta bara með tímanum í vetur? Plís komið með eitthvað!


Einföldun: Palli og Jónas voru fyrstu tveir sem ég var með og bættust Kalli, Binni og Bóbó.
Vinir: Kalli og Palli, Binni og Bóbó, Jónas.