Sæl, öll. Ég er starfandi í skátafélaginu Svönum og hef verið að halda utan um hóp sem er að vinna í því að fara.

Það er langt síðan við ákváðum að fara og erum því orðin nokkuð vel að okkur í því sem að því kemur.

Ferðin verður farin á vegum Bís og er búið að ákveða fararstjórn en hún er skipuð eftirfarandi aðillum, Braga Björnsyni, Huldu Guðmundsdóttur og Sonju Kjartansdóttur. Öflug fararstjórn með mikla reynslu úr skátastarfi.

Þegar búið er að halda ein kynningarfund, en hann var haldinn um miðjan september, en hann virtist fara fyrir ofan garð og neðan hjá ansi mörgum. Alla vega mættu bara 5 svanir og engir aðrir. En ég held að það sé ekki að sýna hverjir eru að spá í að fara, því ég hef heyrt um skáta frá Heiðabúum, Kópum, Fossbúum og Hamri sem eru að spá í að fara hvort sem það er rétt eða ekki.

Þær upplýsingar sem ég hef frá fararstjórn og komu fram á fundinum eru að lagt verði af stað á laugardeginum 29. júlí 2005 og farið beint á mótið. Mótið verður náttúrulega algjört ævintýri og mikil upphitun fyrir stóra alheimsmótið 2007, en dagskráin verður þó ekki alveg eins. Eftir mót verður svo eitthvað gert í að mig minnir 3 daga og svo komið heim. En heimkoma er sirka 13. ágúst.

Það sem gerir þetta en meira spennandi að við höfum allt íslenska landsmótið til að kynnast og hrista hópinn saman en landsmótinu líkur þriðjudaginn áður en við förum þannig að það er bara eiginlega tími til að pakka aðeins fleiri stuttbuxum og bolum og aðeins færri flíspeysum áður en lagt verður af stað þannig að næsta sumar verður sko mesta ævintýri í skátastafi lengi.

Samanlagt þrjár vikur í skátaævintýri, þannig að það er eins gott að undirbúa sig vel.

Kostnaðurinn er talsverður en það fylgir miklum ævintýrum. Mig minnir að verðið sem er uppgefið af fararstjórn sé 150000 en ég þori þó ekki alveg að fullyrða það. Í viðbót kemur svo kostnaður við landsmót, sem ég persónulega tel alveg möst að fara líka á, kynnast öllum og skemmta sér í rokinu og rigningunni (eða er ekki annars alltaf sól á úlfljótsvatni). Fara svo heim og sofa, vel og vandlega, og þvo öll föt og útbúnað áður en lagt verður af stað á Eurojam.

En nóg um þetta í bili, endilega kynnið ykkur málin rosalega vel, ég trúi ekki öðru en á heimasíðu Bís fari að koma meira af upplýsingum um þetta en endilega fylgist með hvað er að gerast og verum öflug við að skiptast á skoðunum um hvað okkur finnst.

Taka verður samt sérstaklega að þátttaka miðast við að skátarnir sé fæddur 1987 - 1990. Þeir sem eru eldri geta sótt um að komast í vinnubúðir.

En þær slóðir sem gott er að skoða eru:

www.eurojam.org Heimasíða mótsins
www.svanir2005.tk Heimasíða eurojamfara svana.

En ég vona að þið vitið eitthvað meira um þetta núna og endilega látið heyra í ykkur varðandi þetta. Ef að eitthvað af upplýsingunum eru vitlausar endilega sendið leiðréttinar því að þetta er eftir bestu vitund minni.