Skátafélagið Segull og Skátafélagið Faxi fóru í ferð til Danmerkur og vorum við í 3 daga mynnir mig í köben svo var farið með lest til Klipslev og labbað 2km upp á mótsvæði Blå Summer skátamótsins. Vorum við þar í um það bil viku og fór þá Skátafélagið Faxi til Ísland svo að þau myndu ekki missa af þjóðhátiðinni á heimaeyju þeirra semsagt Vestmannaeyjar. Þá fórum við sem eftir vorum semsagt Segull til Vejle og fórum í verslunarferð á strikinu þar. Svo fórum við í Lególand í Billund og að lokum í Löveparken í Givskud þar sem við sáum allskyns dýr af öllum stærðum og gerðum. Eftir tvær nætur í Vejle héldum við aftur til Köben þar sem við tókum lífinu bara í ró og næði eða svona ja… Skoðuðum það sem við vildum skoða og versluðum fyrir þann litla pening sem við áttum eftir. Það var nú samt verslað soldið =)

Og eftir allt þetta ferðalag sem endaði núna 2.águst erum við loksins komin heim í rigninguna og rokið og búin að kveðja bikiníin, stuttbuxurnar og léttfatnaðinn… það er nú samt alltaf jafn gott að komast heim og skríða upp í sitt eigið ból og svona!