Ds. sumarið 2004 á Akureyri Þetta áhugamál er svona gríðarlega öflugt alveg en mér datt í hug að skjóta inn upplýsingum um ds.sumarið 2004 á Akureyri.

Starfið í sumar eru þær skorður settar að ferð er til Finnlands í lok júlí og fram í ágúst og þar tapast nokkrar helgar.

Stefnan var sú að hafa fleiri og léttari ferðir sem fleiri vildu mæta í frekar en fáar og stórar.

Þegar hefur ein ferð verið farin og átti að ganga upp í skál á Hlíðarfjalli en vegna gríðarlegra þykkrar þoku var þeirri áætlun breytt og gönguskíðabrautin í Hlíðarfjalli gengin. Leiðin á að vera 5-10 en ég veit ekki hversu langt var gengið vegna þess að stikum þarna er eitthvað ábótavant. Mætingu var einnig frekar ábótavant :(

Á döfinni er síðan ganga á Súlur næsta sunnudag. Ekki erfiðasta ferð í heimi, en það er alltaf gaman að ganga á Súlur,. Auk þess sem stefnt er á að ganga á Blámannshatt í Fnjóskadal, endanleg dagsetning er ekki komin á Blámannshatt en sú ferð verður líklega farin í Ágúst.

Síðan eru nokkrir minni hlutir sem farið verður í á virkum dögum og er næsta ferð áætluð þann 14. júlí næstkomandi(miðvikudaginn) mæting kl. 20 hjá golfvallarveginum/Brálundi

Þeir Akureyringar sem þetta lesa ættu að setja sig inn í hlutina og aðrir þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í einhverju geta bara sett sig í samband við mig, eða aðra Akureyringa.