Já hér kemur enn ein greinin eftir ævintýrin mín í bretlandi.

Allavega á sunnudaginn síðasta var svona flokkakeppni á milli flokka á aldrinum 9-10 1/2 árs. Við sendum bara einn flokk, sex duglegustu strákana af 30 strákum. Þessir sex voru búnir að vinna að þessu í mánuð og stóðu sig ótrúlega vel voru í 5 sæti af 8 liðum. En það er kanski ekki það sem að skiptir mestu máli.

Flokkakeppnin var sett með fána í hring eins og við gerum heima og svona talað við strákana og við foringjarnir skiptum um flokk. Við vorum reyndar þrjár með 6 stráka þannig að það var nógur frí tími. Þetta var haldið á einu skátatjaldsvæðinu sem er skógur með mjög fallegu vatni í miðjuni (á breskan mælikvarða) mér fannst sko úlfljótsvatnið okkar fallegra þar sem að það er tært en ekki drullu skítugt eins og hérna úti. En maður sá samt allveg fiskana sinda í vatninu og allt.

En flokkakeppnin var s.s svona póstakeppni og þeir söfnuðu stigum og var þá allra helst verið að dæma í því hversu samstígir þeir væru í því sem að þeir væru að gera og hvað foringin (sá elsti) gat stjórnar hinum vel til að klára verkefnin.

Verkefnin voru þessi:
1. Áttavita kunnátta: að kunna að lesa á kort og taka stefnu.
2. Skyndihjálp, vita grunnatriði í skyndihjálp. Svo sem að búa til fatla, leggja í læsta hliðarlegu og hvað skal gera ef að þú kemur að meðvitundarlausri manneskju.
3. Að tjalda litlu A tjaldi á tíma og taka það niður og ganga rétt frá því.
4. Að búa til litla fánastöng á tíma. s.s súrra.
5. Að elda yfir opnum eldi.
6. Almennar spurningar, sem að voru samt allveg gersamlega út í hött. Eithvað sem að þeir vissu ekki og ég vissi ekki einu sinni né foringjarnir.
7. Trakkingsings… s.s tveir úr flokknum áttu að búa til slóð með svona merkjum úr steinum og spítum og svoleiðis og hinir áttu að rekja slóðina.
8. Kveikja eld, og við vorum eini flokkurinn sem að gat það.

Strákunum fannst þetta ekkert of gaman en ég held að það hafi bara verið vegna þess að þeir unnu ekki. En ég kyntist slatta af fólki þarna og ég og Val sóluðum okkur á meðan við höfðum ekkert að gera. Ég náði mér í massa tevufar og tær adressur til að safna merkjum. Ég er svona merkja lúði ;) Hehe

En ég vona að þið hafði haft gaman að þessu… Ég held að þetta verði síðasta greinin mín héðan. Er bara einn fundur eftir fyrir Bank holidays. (eithvað frí sem að ég veit ekkert hvað er) og svo verð ég bara komin heim þegar þeir byrja aftur :S Á eftir að sakna þeirra ferlega mikið.

Hlakka til að sjá ykkur í sumar.

kv Kittý
smælaðu framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.