ds. Flamboree fór í hið yndislega Dalakot núna um helgina og var það mikið stuð.

Mæting átti að vera klukkan 8 á föstudagskvöldið en ég sem átti að opna skálan varð víst aðeins of seinn, og vil ég kenna Badda um þetta óhapp, því að hann byrjaði á því að gleyma lyklunum svo að við fórum og náðum í lyklana og í leiðinni fór Baddi á WC og gleymdi lyklunum aftur…(eru einhver takmörk fyrir því hversu hann bjarnhéðinn okkar getur orðið heiladauður)…En eftir að við komum og opnuðum skálan var mikið spjallað og mikið gaman, og komu margir gestir það kvöld.

Morguninn eftir vöknuðum við þegar hrafninn kom, hvenær sem það var (fyrir þá sem ekki vita þá kemur alltaf hrafn og bankar á gluggan á dalakoti á morgnana). Fóru þá nokkrir í hveragerði og fengu sér ís en aðrir lágu í leti og svo um kvöldið var kvöldvaka og fengum við Englending í heimsókn og hann sagði okkur alveg magnaða draugasögu…svo þegar allir gestir voru farnir og við að fara að sofa þá komu þeir Óskar, Ásgeir og Steini, og hræddu þeir úr okkur líftóruna með draugagangi og yfirgáfu þeir okkur ekki fyrr en snemma næsta morgun.

Á sunnudaginn vöknuðum við þegar hrafninn kom eins og vanalega og lágum í leti í smá stund, tókum svo til og rúlluðum í bæinn :)