Sælt verið fólkið… ekki hef ég nú skrifað mikið á þessa blessuðu síðu en núna verð ég eiginlega að gera það því helgina 5-7. mars héldum við í Mosverjum einn magnaðan útilífsleik fyrir eldri skátana okkar.

Keppnin, sem kölluð er Hrollur, hófst kl. 18 á föstudeginum þar sem fólkið labbaði upp í skálann okkar (höfum afnot af honum á veturnar) sem staðsettur er við Hafravatn. Fjögur 2 manna lið kepptu að þessu sinni um sigurinn og var keppnin mjög spennandi.

Leikurinn var þannig að á föstudagskvöldi fengu liðin kort af svæðinu með 21 póstum merktum inn á krotið. Sumir póstanna voru mannaðir og voru opnir á ákveðnum tímum en aðrir opnir allan tímann sem leikurinn stóð yfir. Leikurinn hófst kl 9 á laugardagsmorgun og stóð til 18 sama kvöld. Liðin áttu að ná sem flostu póstum á þessum tíma og voru póstanir mis erfiðir og mis langt í burtu. Fengu liðin svo stig fyrir hvern póst sem þau tóku og voru stigin á milli 50 - 200 stig (eftir erfiðleika pósta). Póstanir voru svo um fjöll og fyrnindi (úlfarsfell-reykjaborg-búrfell-langavatn og svo í kringum Hafravatnið). Fengu liðin svo líka stif fyrir að gista í tjöldum báðar nætunar-keppt var í ref á sunnudaginn (svipað og snjófljóðaleitartækin nema aðeins frumstæðari)-keppt var í hnútakeppni-trivial keppni og svo að lokum var sleikju keppni þar sem átti að gera vel við dómara og skipuleggjendur keppninnar sem voru þrír (átu allveg á sig GAT).

Leikurinn laggði aðallega áherslu á áttavita kunnáttu og að geta undirbúið sig fyrir svona keppni - taka með það sem til þurfti því liðin fengu ekki útbúnaðarlista með því sem átti að taka með heldur áttu þáu að taka það sem þau héldu að nytsamlegt væri að nota.

En eftir velheppnaðahelgí héldu allir heim gangandi í slagveðri - rigning og mikið rok. Allveg mögnuð helgi og mjög vel heppnaður leikur þar sem allir fóru með bros á vör heim :D

Sjá myndir og fleira á síðu Mosverja —> www.skatar.is/mosverjar

Kv. Addi - einn af skiupuleggjendum Hrolls 2004