Skjöldungar til Eyja 13 vaskir foringjar í drengjasveitum Skjöldunga, Bjóra og Minkasveit, héltu til Vestmannaeyja síðasta fös, 12. mars. Veðrið var ekki gott þetta kvöld og var mikill öldugangur. Herjólfur var orðinn að rúsíbana og sumir urðu sjóveikir. Eftir að skipið sigldi í höfn tók Dróttskátasveit Faxa vel á móti okkur og fljótlega lögðum við af stað upp í Skátastykki, Skátaskála Faxa.

Morguninn eftir vöknuðu flestir í kringum kl. 10:00 og fengu sér morgunmat. Fljótlega upp úr hádegi var lagt af stað í bæinn, skelltum okkur í Sund og fengum að slappa aðeins af. Enn rétt eftir hádegi fórum við í smá göngutúr um hraunið, heimsóttum smá álfabæ eða hvað sem þetta var og löbbuðum ennþá meira um hraunið. Magnað útsýn þarna upp á fjallinu :)

Eftir nokkra tíma labb fórum við að spranga og síga. Smá óhapp átti sér stað enn ekkert alvarlegt. Svo um kvöldmatarleytið var haldið af stað upp í skála og kveikt á grillinu. Allir fengu sér góðan kvöldmat og svo téskeið af Kanil í eftirrétt, Mjög gott :) Eftir kvöldmat var svo kvöldvaka með Ds sveitinni og fljótlega eftir miðnæti var bara farið í háttinn.

Á sunnudagsmorgun var svo tekið til í skálanum, ferðinni slútað og lagt af stað í bæinn þar sem hópurinn fékk sér hádegismat :S

Í þetta sinn var sól og blíða þannig ekki urðu menn veikir í þetta skipti :) Myndir af ferðinni eru á www.skatar.is/skjoldungar

Þökkum fyrir okkur.
kv. Sikker