Félagsútilega Seguls, vor 2004 Brottför
Mæting var niðrí félagsheimili um kvöldmatarleitið og þegar allir voru mættir var haldið af stað. Ferðinni var heitið í Kaldársel, skála KFUM, rétt fyrir utan Hafnarfjörð.

Kaldársel
Þegar við komum á áfangastað var raðað niður í herbergi og fólk fór að koma sér fyrir. Eftir þetta fórum við meðal annars í brennó í íþróttahúsinu sem er á staðnum. Eftir að hafa svitnað soldið var komið að því að setja útileguna. Síðan var komið að kvöldkaffi og þar á eftir var kyrrð.

Póstaleikur
Ræs var í morgunsárið og strax á eftir var skálaskoðun, þá morgunleikfimi og loks morgunmatur. Póstaleikurinn var með ágætum. Þar fórum við í leiki, lærðum táknmál, gerðum náttúrulistaverk, spiluðum Set og pældum í framtíð skátastarfs. Í hádegismat var síðan súpa.

Hike
Eftir hádegismat var hike. Löbbuðum við upp í Valaból, sem er hellir, og elduðum við þar hike-brauð. Þó svo að deigið hafi verið í miklu magni tókst að klára það og héldum við þá heim á leið. Allt gekk þetta vel fyrir utan að það gerði mikið rok og munaði litlu að sumir fykju út í buskann.

Hakk og spaghettí
Í kaffinu fengum við kex, skúffuköku, jólaköku og margt fleira góðgæti að hætti Sonju kokks. Þá var frjáls tími sem margir notuðu til þess að fara í borðtennis eða leika sér í skotbolta í íþróttahúsinu. Í kvöldmat fengum við hakk og spaghettí.

Ging gang gúllí gúllí
Kvöldvökunni var vel stjórnað af Ebba. Var mikið sungið og trallað og einnig voru nokkur skemmtiatriði. Vígðir voru inn í félagið bæði skátar og ylfingar við hátíðlega athöfn.

Flokkakeppni
Eftir ræs og morgunmat var flokkakeppni. Krakkarnir fengu að takast á við ýmislegt. Meðal annars var ógeðisdrykkur á boðstólnum, kasta þurfti inniskóm og koma flokknum yfir band.

Slit
Eftir að hafa tekið til í húsinu stóðum við úti í rokinu í hring og slitum útilegunni. Voru veittar viðurkenningar fyrir flokkakeppni og skálaskoðun. Allir héldu síðan heim á leið í rútunni, sælir en þó þreyttir eftir erfiða útilegu.