Nú á föstudaginn skelltum við okkur 5 meðlimir úr Ds. Fenris okkur á frábært road trip. Í byrjun var plan A að fara á Gufuskála og fara þar í ísklifur með HSG, en svo voru víst eitthvað fáir sem komust frá HSG þannig að þá var breitt og átti þá að nota plan B sem var að fara á Botnsúlur, en þar sem við vorum svo einungis orðin 5 í endann sem ætluðum að fara, breyttist flanið aftur og Turi ákvað að við myndum nú bara nota plan C og skella okkur á fimmvörðuháls.
Við lögðum af stað frá skátaheimilinu kl: 6 á föstudaginn og var keyrt þá beint á Selfoss þar sem við stoppuðum og fengum okkur smá að borða, þá kom upp sú gífulega sniðuga hugmynd að nota plan D og renna í Skaftafell og gista þar í tjaldi , það voru allir sáttir með það, þannig að það var brunað beint í Skaftafell. Þegar við vorum loksins komin á staðinn eftir nokkurra tíma keyrslu var hafist handa við að skella upp tjaldinu. Við þjöppuðum okkur 5 inn í þriggja manna tjald þannig að þröngt máttum við sátt liggja í fínasta ,,vatnsrúmi", þar sem það var nokkuð mikil rigning í Skaftafelli en við létum það nú alls ekki stoppa okkur. Við erum svo skipulögð að við ákváðum að gera plan E ef að það myndi vera svo leiðinlegt veður að við myndum ekki komast í ísklifur, og það plan var að fara bara allan hringinn. Á laugardags morgninum vöknuðum við kl 10, alveg æðislega blaut og fín, pökkuðum öllu saman og renndum beint upp að Svínafellsjökli en það tók okkur svolítinn tíma að fá að komast að jöklinum af því að það var verið að undirbúa tökur á nýju Batman myndinni. Þannig að við urðum að finna einhverja aðra leið að af því að við máttum ekki klifra þarna hjá þeim. Við fundum fínustu sprungur til að klifra í, og við vorum á jökklinum mest allan daginn enda var veðrið alveg frábært. Þegar nóg var komið að klifrinu keyrðum við í Suðursveit og gistum þar í mjög fínu einbýlishúsi þar sem búið var að búa um rúm fyrir okkur og alles. Á sunnudeginum var vaknað snemma til að ganga frá og var svo haldið beint í bæinn en við létum þó ekki verða að plani E heldur keyrðum bara sömu leið til baka eftir frábæra helgi :)