Sæl öll sömul

Mér fannst vera kominn tími til að skrifa grein hingað inn á þetta áhugamál þar sem ég hef ekki gert það í alltof langan tíma. Það sem ég ætla að skrifa um er námskeið sem ég fór á og heitir D.S. Vetrarlíf

D.S. Vetrarlíf

Fundur var á mánudeginum fyrir mótið og mættu þangað fullt af skemmtilegu fólki sem maður þekkti og maður byrjaði að tala við og svona. Síðan þegar búið var að poppa nokkra poka af poppi kom fólkið sér fyrir í salnum í Hraunbæ 123 og át popp og þeir hörðustu drukku versta appelsínudjús sem hefur komið í þeirra maga.

Síðan komu leiðbeinendurnir og kynntu sig, þeir voru Kolli, Gummi, Gása og Finnbogi Akureyringur. Kolli kom með fullt af dóti til að sýna okkur og lét okkur fá útbúnaðarlista með fullt af hlutum sem enginn átti t.d. beavaq og snjósög. Þegar búið var að fara yfir allan útbúnað, klæðnað og koma okkur í skilning um það að ef við kæmum í bómullarfötum yrðum við rekin heim. Síðan var farið yfir dagskránna og síðan hópana. Skipta átti okkur í 4 manna hópa til að vera í alla helgina. Sumir voru ekki alveg sáttir við þessa hópa sem foringjarnir voru búnir að setja og síðan eru líka sumir vitleysingar eins og Steinar sem komast að því að þegar hóparnir eru lesnir upp að þeir eru ekki í hóp. Síðan í lokin átti hópurinn að koma sér saman hver myndi koma með hvað af sameiginlega dótinu sem var fullt af hlutum eins og tjald, skóflur og prímus.


Mæting var niður í skátamiðstöð klukkan 18:45 og átti að vera lagt af stað stundvíslega klukkan 19:00 en eins og yfirleitt er með þessa blessuðu skáta fara þeir aldrei eftir skátalögunum sínum og flest allir mættu of seint og ekki var lagt af stað fyrr en 19:20 og auðvitað enginn skilinn eftir og okkur var hótað.

Á miðri Hellisheiðinni var stoppað fyrir einum útlending frá Vestmannaeyjum sem ætlaði að skella sér með okkur. Loksins var komið á áfanga stað í margra gráðu frosti, snjókomu og roki og það á móti okkur í þokkabót. Þá skellti fólk sér í fötin sín flestir með Lambúshettu skíðagleraugu og alles. Það tók sinn tíma fyrir fólkið að klæða sig í legghlífarnar og allt svo var bara lagt af stað leið og allir voru tilbúnir. Reyndar var ein undantekning með það hvað fólk var lengi að klæða sig og það var með Ásgeir Kóp, hann mætti í gamaldagskraftgalla frá 66°norður og venjulega húfu og hafði því ekkert meira til að fara í fyrir utan það sem hann var í.

Eftir göngu með nokkrum stoppum komum við lokksins upp í skálann Þrim og eru allir voða þreyttir og svona svo eftir smá kakó og rólegheit er fólk farið að koma sér í svefnpoka og farið að sofa.

Vaknað var eldsnemma á við það að Fimmbogi gerði lélega tilraun til að vekja alla í skálanum og lágu nú bara flestir í svefnpokunum sínum þangað til Kolli kom nett pirraður yfir því að við værum enn sofandi og hann væri búinn að vera að búa til hafragraut handa okkur. Þá var gott að vera þægur og þeir sem vöknuðu snemma og fengu sér hafragraut fengu óbrenndan en þeir sem voru latari og komu seint fengu brenndan grjónagraut.

Síðan eftir ágætis morgunverð komum fórum við að hlusta á fyrirlestra um snjóhús og fleira sem átti að gera þann dag. Síðan var bara hádegismatur og var það sætsúpa sem var ekkert voðalega góð á bragðið, en það var líka brauð með kæfu og svona svo enginn eðlilegur var svangur eftir þessa máltíð.

Því næst var komið að verkefni dagsins og það var að klæða sig í öll fötin sín og koma sér út í þessa snjókomu og þetta rok sem var úti og búa til snjóhús. 3 hópar fundu sér skafl rétt fyrir ofan skálann og 2 hópar í smá skafl dálítið lengra í burtu. Þeir sem voru beint fyrir ofan skálann voru með mjög harðann snjó og dugðu engar plastskóflur þar heldur bara ál og stundum dugði það ekki til því skaftið á 2 ál skóflum brotnaði. Hinsvegar voru þessir 2 hópar þarna aðeins í burtu í snjóskorti (ég var í einum hópnum og með Steinari Nönnu og Bæring og nágranni okkar hann Jón Andri var svo óheppinn að lenda með 3 stelpum úr Hafnarfirði mínar bestu samúðarkveðjur Jón Andri) en hinsvegar var snjórinn okkar svo mjúkur að við gátum notað allar gerðir af skóflum og notuðum snjósagir einnig mjög mikið. Síðan má ekki gleyma að ónefndur aðili í hópnum fór inn því henni var orðið svo kalt á tánum og fór inn til foringjana og lét þá dekra aðeins við sig.

Eftir 6 klukkutíma vinnu voru snjóhúsin svona byrjuð að myndast og fór fólk þá að fara inn og ná sér í mat til að elda sjálf úti í snjóhúsinu. Í matinn var pasta og tómt brauð. Síðan þegar búið var að loka snjóhúsinu búa til kamar, hringtorg, stiga og fleira var okkur farið að langa inn svo við fórum og spurðum hvort við mættum fara inn en það máttum við ekki fyrr en allir voru búnir að klára snjóhúsin og borða svo að við fórum og spörkuðum í rassinn á fólkinu sem var ekki búið að borða og hjálpuðum smá til svo við gætum komist aðeins fyrr inn. Síðan var farið inn fengið heitt kakó hlustað á fyrirlestra og svona. Síðan þegar leið á kvöldið áttum við að fara út í snjóhús að sofa.

Fólk var nú misánægt með að ætla sofa í snjóhúsi en flestir sættu sig nú við það og allir komu sér út um kvöldið þó nokkrir höfðu náð að dotta aðeins inni. Þegar komið var út í snjóhús fórum við og röðuðum dýnunum og pössuðum vel að enginn myndi liggja í snertingu við snjóinn svo engum yrði kalt og niðurstaðan var sú að þeir sem væru með beavaq myndu sofa út við endana (ég og Nanna). Ég sem var búinn að vera eitthvað slappur var búinn að fá mega dúnpoka lánaðan hjá systur minni og var líka með flíspoka svo ég svaf vært og rótt þangað til klukkan rúmlega 5 var fólkinu farið að kólna. Einn hlutur leiddi að öðrum og af því Nanna ætlaði inn ætlaði Steinar inn og af því að Steinar ætlaði inn ákvað Bæring líka að fara inn því honum var orðið svolítið kalt og víst ég var einn eftir ákvað ég að koma mér inn þó ég hefði það alveg ágætt þarna. Síðan var bara farið inn og hver og einn tók sína eigin koju til að vera í og við höfðum það bara gott þangað til hinir fóru að tínast inn hægt og hægt.

Síðan var vaknað og aftur fór fólk að fá sér hafragraut sem Kolli hafði eldað og í þetta skiptið ekki brenndur heldur þurr í staðinn því við vorum svo lengi að vakna. Síðan átti að drífa fyrirlestrana sem eftir voru af þarna svo við gætum farið að drífa okkur heim. Þegar fyrirlestrarnir voru búnir fór krakkarnir út í snjóhús að elda hádegismat á meðan foringjar tóku allt í skálanum til. Síðan þegar allt var til var haldið af stað í frábæru veðri og ferðin gekk vel fyrir sig og á meðan við vorum að bíða eftir rútunni var farið í ýmsa leiki eins og so maggi dans í lero og hlaup í skarðið. Síðan var haldið heim á leið og endaði þetta í Hraunbæ 123 og allir fóru kátir og skítugir heim.

Sagan er nú ekki alveg búin því sumir úr hópnum fóru á Pizza Hut smáralind og síðan í bíó á alveg ógeðslega leiðinlega mynd og síðan fór fólk bara að koma sér heim.

Það eru 2 vafa atriði hér eftir að ég skrifaði þessa grein…

Orðið lambúshetta er þetta skrifað svona eða lambhúshetta eins og leiðréttingar forritið segir að sé rétt en ekki hitt.?

Síðan er það annað… hvernig er so maggi dans í lero skrifað?

Jæja vona að þið nennið að lesa þetta þó setta sé rosalega langt, og endilega svarið þessu svo það sé þess virði að skrifa svona greinar.


Kveðja
Sölvi Kópu
< < < Er eitthvað sem suckar meira en próf? > > >