Við í dróttskátunum í Vestmannaeyjum ákváðum að fara í helgarferð upp í Bláfjöll, þar sem við rekum skála þar sem heitir Gilitrutt. lagt var af stað á föstudeginum klukkan 16 þar sem þjóðvegurinn okkar þ.e.a.s Herjólfur fer tímanlega þá ´mætu sumir bara nokkuð seinnt og voru einungis heppnir að fá að fara með.. Þegar í Þorlákshöfn var komið þá tók við mikil spenna um hvernig við ættum nú að komast upp í bláfjöll en reddaðist það allt þar sem ég (Rósa), Einar Örn og Freydís vorum á bílum :)Farið var missjafnt langar leiðir upp í skálan sumir tóku Hveragerði í leiðinni en aðrir fóru bara beint upp í skála. En þegar allir höfðu skilað sér í skálan var farið í svona póstaleik sem var mjög skemmtilegur gekk aðalega út á það að fá hugmyndir fyrir ds.starfið!! Fórum við svo í gátu keppni sem var bara nokkuð gaman, þar sem við sátum öll í hring og leystum gátur (gáfnaljósin voru í aðalhlutverki ;))Farið var svo að sofa :) Vaknað var tiltölulega snemma að Freydísar sögn eða klukkan 12og farið var út upp úr eittog gengið í helli sem er þarna á þessu svæði, en það var svolítið erfitt að finna hann þangað til ein ´strákur eyþór datt ofan í hellin og var tekist handa við að síga ofan í hellin sem var bara hrein snild, en farið var aftur inn í skála þegar okkur var orðið skít kalt.. Svo þurfti ég að fara í bæinn…(svo ég leyfi einhvejum öðrum að taka við þar)..svo þegar ég kom aftur ásamt ernu átum við að halda næturleik sem hljómaði þannig að við áttum að hafa fest bílin og Erna átti að hafa týnt mér sem gekk jú ágætlega nema að þau fundu mig strax, en Freydís reyndi að gera gott ur þessu en það klúðarðist alveg veit ekki alveg af hverju… en við fórum bara í staðin í ýmsa leiki sem tengjast traust, já vel á minnst það komu þrír kópar í heimsókn og héldu fyrir okkur vöku alla laugadagsnóttina :) Farið var aftur í svona gátukeppni sem er svolítið sniðugt þar sem allir eru saman í einni grúbbu.. hver þekkir það ekki að í svona chill útilegum að fólk grúbbast alltaf svona í sitthvoru horninu, þetta er briljand lausn á því máli. Farið var seint að sofa þennan ágæta laugadagskvöld eiginlega komin morgun áður en þeir hörðustu sofnuðu, vaknað var við ein foreldri klukkan 11:30 sem var nu svolítið snemmt fyrir þá hörðustu.. þeir hörkuðu það bara af sér… :) en gengið var frá skálanum og ferjað liðið á afleggjaran þar sem rútan átti að koma og sækja og halda ferð sinni afram til Þorlákshafnar og þaðan á fallega eyju sem allir ferðalangarnir dýrka ;)
Takk fyrir frábæra helgi, allir sem komu að henni!!
Kveðja Rósa