Frá því að ég varð skátaforingi yfir flokki hef ég verið að “spökulera” um allt þetta skátastarf. Ég er með krakka í 8.bekk(gelgju aldur) sem hafa flest verið í skátunum síðan smákrakkar og ég hef í raun ekki alveg hugmynd um hvað ég á að láta þau gera! Það eru bara tvö ár síðan ég byrjaði í skátunum og ég verð að segja að ég hef ekki skipulega lært neitt(ekki á fundum), maður lærði bara af hinum sem höfðu verið lengur en maður sjálfur og svo þegar maður var í útilegum, þá lærði maður auðvitað hitt og þetta. Og mér finnst ég ekki geta í raun miðlað frá mér til þeirra. Ég veit ekki hvað ég á að kenna þeim, því ég veit í raun ekki hvað skátar eiga að kunna! Hvað eiga skátar að kunna? hvað eiga þeir að geta? Hvað þarf maður að uppfylla til að vera “sannur” skáti? og síðast en ekki síst HVAÐ ER SKÁTI?
Ég meina, hver sem er getur klætt sig upp og látið víga sig(ég var látin læra eiðinn á einhverjum nokkrum mínútun fyrir vígslu!!) og verið þar með vígður skáti! En mér finnst samt einhvern veginn að einhverjar kröfur verði að vera fylltar til þess að geta verið..ja..sannur skáti..! er það ekki??
Á skátaheimilið kannski bara að vera eins og félagsmiðstöð, sem bara fer oftar í einhverjar útilegur og haik? Er það kannski bara skátastarf? Athvarf fyrir börn sem kannski minna meiga sín í samfélaginu? og svo útilegur…??
“að elska örlög sín, nauðugur, viljugur”