Ég er Súla í Melrakkasveit í Skjöldungum. Um daginn var afmælisútileiga í Breiðabliksskála, Bláfjöllum. Ég er ekki foringi Súlna heldur bara meðlimur.

Föstudagur kl.19

Súlurnar eru mættar í skátaheimili en Guðrún(foringi) og Guðríður(meðlimur) komast ekki :( Þegar við vorum að fara að leggja af stað kemur Eygló (foringi) seint en seint er samt betra en ef hún hefði ekki komið. Þegar við litlu nýliðarnir vorum að nálgast og sjáum skálann í fyrsta skipti í myrkri þá leit hann út eins og höll í bóstaflegri merkingu. Við drifum okkur inn, gengum frá dótinu og fengum okkur smá snarl. Síðan var keppni Bjórar og Melrakkar á móti Minkum og Ferfætlum. Þetta var skemmtileg keppni við fengum herðatré, pappír og bréfaklemmur. Allar sveitirnar voru í sitthvoru herberginu. Úr þessu dóti áttum við að útbúa brú sem héldi níþungum gönguskó. Á vissum tíma fresti mátti eitthver úr Melrökkum að koma að tala við eitthvern Bjór og eitthver Ferfætla mátti tala við eitthvern Mink í eina mín. Endarnir á brúnnum okkar áttu að mætast og halda. Okkur Melrökkunum gekk svona ágætlega vorum með netta brú en þá voru Bjórar með allt öðruvísi brú.
Okkar lið vann við héldum skónum en ekki hitt liðið. Síðan var komið að því að gera skemmtiatriði fyrir kvöldvökuna og ég verð að segja að okkar var ansi magnað. Svo var kakó og eftir það var farið að sofa.

Laugardagur kl.8 um morgun.

Vöknum og förum í fána en það versta var að það skorti fánastöng…
eftir það var morgunleikfimi í boði Björns Jóns. Svo var borðað og farið eftir það í póstaleik og hikeið planað. Eftir það var hádegismatur en þá þurfti ég að fara svo ég nota upplýsingar frá hinum Súlunum. Þá var farið í hike og þurftu þær að ganga upp svona / bratta brekku en það tókst með hjálp girðingar. Eftir hike ið var Village 44 og urðu margir ansi drullugir. Síðan kom ég aftur og hitti inní líkamsleik. Svo var kennsla í líkamsskoðun og fórum í leik til að æfa það. svo var farið að æfa leikrit fyrir kvöldvökuna og fórum við bara að dunda okkur við leður. Svo loksins var hátíðar kvölmatur og buðust Súlur til að ganga frá og vaska upp. Þetta var svo mikið að vaska upp að við misstum af byrjuninni á kvöldvökunni. Eftir kvöldvökuna var kakó og eftir það var farið að sofa.

Sunnudagur kl.9

Vöknum og förum í fána! Svo er öðruvísi póstaleikur í boði Erlu og Sigurborgu. Eftir það var úrslit úr hrúðursquassinu og ég keppti en komst ekki áfram. Síðan var flokkakeppni í ógeðslegu rokrassgati og rigningu. Svo var náttúrulega gefin skinn fyrir verkefni í hike, hrúðursquassinu og svo náttúrulega flokkur útileigunnar. Voru það ekki auðvitað Súlur sem unnu það litlu krúttlegu nýliðarnir :) síðan var farið heim.
….