Föstudagurinn 31 okt
Lagt var af stað frá skátaheimilinu um klukkan hálf átta á föstudeginum 31 oktober. Stoppað var á leiðinni hjá Rauðavatni til að setja útileguna. Þegar komið var uppá Úlfljótsvatn fóru allir að koma sér fyrir. Dróttskátar og foringjar voru í JB en skátar og ylfingar í DSÚ. Eftir að allir voru búnir að koma sér fyrir var kvöldvaka sem Ásgeir, Baldur og Júbbi sáu um og leynivinaleikur var settur. Svo fóru allir niður í kvöldkaffi og öll úr voru tekin af okkur og lang flestir símar teknir. Seinna um kvöldið var svo rosaskemmtilegt Halloweenball sem Ásgeir, Baldur og Júbbi sáu um.

Laugardagur 1 nóv
Um klukkan níu var fm-fm sem Palli og Böddi sáu um. Eftir fm-fm var svo komið að póstaleik sem Hafernir Eina sáu um. Svo eftir hádegismat var komið að hæki sem var upp á Úlfljótsvatnsfell en dróttskátarnir í Segli plús þrír skátar löbbuðu að Grafningsrétt og svo upp í DSÚ. Sjálf fór ég nú bara aftur niður í skála. Þegar við komum niður í skála fengum við okkur kökur og djús og svo að æfa skemmtiatriði fyrir kvölvökuna. Þegar dróttskátarnir og skátarnir komu upp í skála fengu þau sér að borða og fóru svo að æfa skemmtiatriði. Svo eftir kvöldmat var komið að kvöldvöku sem Finnbogi sá um. Þar komu mörg mjög skemmtileg skemmtiatriði eins og slide show úr hækinu frá dróttskátunum. Svo var farið í skemmtilegan næturleik sem Ásgeir, Baldur og Júbbi sáu um. Leikurinn átti að gerast í litlum bæ og við áttum að spyrja bæjarbúa spurninga um morð sem var framið á skáta, og til að geta fengið svör urðum við að finna allskyns hluti og láta sá sem átti hlutinn fá hann til að fá svör við spurningum. Þegar við komum með hlutinn fengum við gulrætur sem við gátum látið kanínuna fá sem gaf okkur þá vísbendingar. Þegar leikurinn var búin fengu allir kvöldkakó og fóru svo að sofa.

Sunnudagur 2 nóv
Það var vakið okkur um 9. Þá var að sjálsögðu fm-fm. Eftir fm-fm fórum við í flokkakeppni. Svo var farið í tiltekt, flokkurinn minn sá um að þrífa salinn og ganginn í DSÚ. Eftir þrif var útilegunni slitið og allir voru sendir út í rútu, sem fór með okkur niður í Lauganesskóla á afmæliskvöldvökuna.
I´m blonde,