Jota-Joti Jæja 19. október lauk Jota Joti.

Föstudagurinn 17. október

Ég kom inní skátamiðstöðina í Árbæ klukkan 6 og var með þeim fyrstu til að borga mig inn, 2003 krónur fyrir dróttskáta en 800 krónur fyrir yngri.
Dróttskátar fengu salinn hægra megin og yngri krakkarnir vinstra megin.
Ég var ekki látinn vita að ég þyrfti að koma með dýnur ásamt mörgum öðrum og þurfti þar af leiðandi að sofa á gólfinu en það voru dýnur vinstra megin en það mátti ekki flytja þær yfir, sem var nokkuð fúlt.
Við krakkarnir sem voru með þeim fyrstu fórum bara inní sal að spjalla, einhverjir fóru svo í fótbolta og einhverjir útá Select.
Ballið byrjaði svo klukkan 12 þegar Jota-Joti hófst formlega á mIRC-inu, við vorum um 60 krakkar og unglingar með 10 tölvur til að skiptast á í og þurfti maður að bíða stundum í dágóða stund eftir tölvum.
Tölvurnar voru opnar allan sólarhringinn og þær voru pakkaðar langt fram á nótt, allavegana til 3 þegar netið datt út. við horfðum á Ice Age inní sal og höfðum það rosa gaman.

Laugardagurinn 18. október.

Kl. 10:30 komst netið aftur í gang. Naglinn 2003 var settur.
Ég var í tölvunni til klukkan 4 þar til 3 stelpur báðu mig um að bjarga sér þar sem 4 þurftu að vera í liði en 2 stelpur úr hópnum þeirra hættu efir 2 pósta af 4.
1. pósturinn var klifur, sá annar var ýlan (ég veit ekkert hvað það er) sá 3 sem ég fór í áttum við að gera að sórum stúlku sem átti að hafa verið að klifra í ljósastaur án stiga að skipta um peru og hafa dottið, við settum hana í spelkur og gerðum að sári á hendinni, létum hana á börur og áttum að fara með hana í 25 metra skokk fram og til baka þ.e.a.s um 50 metra á tíma.
Eftir það áttum við að síga stífluna með börur og fara yfir ánna.
Ein stelpan þorði ekki svo við vorum bara 3 sem gerði þetta nokkuð erfitt, fyrst fóru stelpurnar og svo kom ég með böruna.
Þegar þetta var búið fengum við far niðrí miðstöð þar sem ég klifraði klifurvegginn einu sinni renn blautur.
Þá uppgötvaði ég að ég gleymdi að taka með mér auka buxur og varð að vera á náttbuxum. Við sem vorum í hópnum fórum útí sjoppu, ég á náttbuxum og í körfuboltaskóm sem voru 5 númerum of stórir.
Svo var bara hangið í tölvunum og horft á Toy Story, Monsters Inc. og eitthvað annað.

Sunnudagurinn 19 október.

Síðasti dagurinn, flestir hjálpuðust við að taka til og þrífa allt hátt og lágt og var þessu svo formlega slitið með Bræðralagssöngnum og hópmyndatökum.

Kveðja Grétar - Ægisbúum