Ég ákvað að pósta ferðasögu sem ég gerði eftir ferð mína á ff. námskeiðið í Eyjum 2001. En allavega hér kemur hún:

Föstudagur

Ég kom á staðinn um kl.22.30, seinna en allir hinir. Þegar ég kom var mér sagt í hvaða flokk ég ætti að fara í og ég lenti í Hröfnum. um kl.23.00 var kakó og kex. Eftir það var kyrrð.

Laugardagur

Við vorum vakin kl.? og skálaskoðun var þá eftir 30mín. Eftir skálaskoðunina var morgunmatur og svo var fáni. Eftir fána var farið í dagskrá þar sem ákveðin var leið fyrir Hike og fleira. Svo var komið að hádegismatnum sem var mjög góður. Eftir matinn fórum við í Hike. Leiðin sem Hrafnar fóru var upp á Stórhöfða, ofaní Höfðahelli, niður í Stakkó og svo upp í skátaheimili þar sem allir flokkarnir fengu síðdegishressingu í boði einhvers bakarís. Eftir það var farið að spranga en það var mjög gaman. Svo var labbað upp í Skátastykki. Kvöldmaturinn var svo um kvöldið og kvöldvaka svo eftir það. Svo eftir kvöldvökuna var kyrrð.

Sunnudagur

Ræs kl.?, skálaskoðun, fáni og morgunmatur. Eftir fána var farið í dagskrá þar sem kveikt var upp eld með aðeins 3 eldspýtum, reistur þrífótur og fleira. Eftir dagskrána var matur og svo var gengið frá og farið.

Kv. Smári
- Á huga frá 6. október 2000