Hæ hó=D
Ég ætla mér að senda inn aðra ferðasögu, ef það er leyfilegt..!

Þessi útilega var hustið 2002. Hrekkjavökuútilega. Að þessu sinni var hún ekki á Úlfljótsvatni, heldur á Gufuskálum.

Þetta byrjar alltaf eins, við mætum öll upp í heimili eitthvað í kringum 19:00. Brottför er eitthvað í kringum 20:30, en ekki 20:00 eins og áætlað var.

Í rútuni var stuð, eins og alltaf.
Við komum þarna og það var byrjað á því að henda töskunum út úr rútuni svo bílstjórinn kæmist heim. Við veifuðum sorgmædd á eftir honum og veiddum síðan dótið okkar upp úr hrúguni. Þegar því var lokið fórum við í hið alkunna fyrirbæri, flokkaraðir. Okkur var síðan skipt niður í litlar krúttaralegar íbúðir og síðan fóru nísettir sambýlismenn að rífast um hver ætti að sofa hvar.

Daginn eftir vöknuðum við öll úrill og pirruð eftir rifrildið, en hresstust mjög í morgunleikfimi. Þegar því var lokið (og við reyndar allveg að verða hungurmorða) fórum við inn að borða morgunmat. Það var listalegt brauð, kellogs og fleira…
Því næst stálumst við niður á svæðir þar sem logið var að okkur skátabörnunum að björgunarsveitin æfði sig. Þar fóru sumir að skríða í rörum. Ég gerði ekkert slíkt sökum þess að ég þjáist af sjúklegri innilokunar kennd. Það er ekki svo gott, nei.

Þegar því var lokið var svo hádegismatur. Eftir hann var farið í hópgöngutúr. Semsagt fjölda Hike. Það var yndislegt veður. Sólskin og fleira.

Þegar við komum til baka úr Fjölda Hikeinu var hafist handa við að undirbúa skemmtiatriði. Okkar atriði var (vitanlega) snilld. Það var Stubbahryllingssaga og má lesa um hana á síðunni minni.

Svo var kvöldmatur. Eftir hann var kvöldvaka, þar sem mikilli snilld var gefin útrás. Eftir það var diskótke. Ágætt. En mér finnst diskótek leiðinleg. Zorry. Svo var farið að “sofa”. Það er að segja, við fórum að hrinda hvort öðru niður stiga, endurinnrétta, henda út rúmum og fleira. Eins og allir venjulegir skátar.

Svo langar mig að koma því á frammfæri þegar sveitin mín læsti Erty inni í skáp. Það var ekkert nema bara snilld. Hann áleit nebbla að hann gæti komist út með BLÝANTI! ROLF. Það var sko borð, rúm, stóll og lítið nett náttborð fyrir, það er að segja öll húsgögninn í herberginu.

Daginn eftir var farið heim. En þessi útilega var afskaplega skemmtileg=D