Það er til fyrirbæri sem kallast Leiðtogaskóli Skjöldunga.
Þetta er námskeið fyrir flokksforingja, verðandi og núverandi, þetta er líka fyrir sveitarforingja.
Þarna skarta Skjöldungar sínu skærasta og hefur þetta námskeið verið lofað af mörgum og hefur verið eftirsótt spurn af þessu. Leiðbeinendur eru mikið lærðir í skátun, útivist og björgun.
Þetta er ekki á vegum Bandalagsins, sem eru farnir að vera með frekar þreytt námskeið.
Í Leiðtogaskólanum er kennt helstu atriði í sambandi við flokkastarf, útivist, skyndihjálp og svo eru almennar umræður sem félagsforingi (þess félags sem kaupir þetta námskeið) mætir og tekur þátt í. Þá geta krakkarnir sagt sinn hug um framtíð félagsins, hvað er að gerast vitlaust og hverju þau vilja breyta. Þetta hefur bjargað mörgu innan t.d. Skjöldunga, þá hlustaði félagsforinginn og fór eftir óskum krakkanna.
Þetta er ótrúlega fjölbreytt og skemmtilegt námskeið sem allir ættu að tékka á.
Ef einhverjir hafa áhuga á að kíkja á slíkt námskeið eða ef einhver hefur einhverjar spurningar þá má senda meil á skjoldungar@scout.is
Vefslóðin verður kynnt síðar.