Þetta er kannski eitthvað sem hefur áður komið upp…
Að krakkar og foringjar taki með sér hluti í útilegur sem eiga ekki að fara með.
Tökum til dæmis sælgæti, foringjar taka í langflestum tilfellum með sér nammi (sem er mjög gott) en klikka samt á því að krakkarnir komast oftast að því og verða fúlir því þeir máttu ekki koma með neitt nammi. Svo ef þeim er leyft að taka með sér gotterí þá verða þau með magapínu útaf ofáti eða verða þau það fjandi ofvirk að foringinn missir meðvitund af þreytu þegar líður að kveldi. Finnst ykkur að það ætti að banna sælgæti fyrir krakkana í útilegur eða eigum við að halda námskeið fyrir foringja um að halda nammi sínu leyndu?
Svo eru þessar helvítis leikjatölvur og vasadiskó, gott að hafa þetta heim hjá sér en í útilegum er þetta kvöl og pína (nema fyrir foringja seint á kvöldin). Krakkar fara í hike með djöfullinn hann Eminem, suðandi í eyrunum og heyra ekkert þegar foringinn kallar á sig, labbar fram af bjargi því hann var í svo miklum “gangster fíling”. Leikjatölvurnar eru ennþá verri, krakkarnir fara þó út að labba með vasadiskóið. En þau hanga inni eins og illa lyktandi skötur ef þau hafa tölvur. Viljið þið fá svona lagað með í útilegur?
Svo hefur verið eitthvað (ekki mikið en þó eitthvað) um það að stúlknaforingjar hafi tekið með sér eggið sitt. Þetta finnst mér alveg merkilegt, að þær fari á kvöldin að leika sér með eggið sitt. Eru enginn siðatakmörk hér? Þetta er jú heilbrigt og fínt en ekki þegar maður er með litlu skátana sína nálægt.
Reykingar er alveg merkilegt fyrirbæri. Þegar foringjarnir reykja, þá ÞURFA þeir að reykja líka í útilegum. Þá kemur upp sú staða, að þeir þurfa annan foringja til að koma með sér til að passa skátana litlu meðan hann fer og fær sér “eina með þúsund gráðum”. Kemur illa lyktandi inn í skálann/tjaldið og það hefur líka komið upp að krakkarnir hafi smitast af lyktinni, fara heim og foreldrarnir verða alveg snarklikkaðir útaf þessu. Okidoki, ég reyki sjálfur en hef oft hugsað um þetta og reynt að passa mig. Þetta er eitthvað sem hefur þurft að öll skátafélög ættu að tala um og komast að einhverri góðri niðurstöðu. Er það ekki annars?