Rollan 2003
Við lögðum á stað (ein stelpa og 4 strákar úr Faxa) á flokksforingja námskeið full tilhlökkunar með seinni ferð Herjólfs.. Þar hittum við strák úr björgó í Hveragerði sem keyrði okkur upp í Alviðru(á bíl sem var gjörsamlega að hrinja(urðum að raða eftir þyngd).. Þegar við komum upp í Alviðru tóku Jenný(Klakki), Bergdís og Unnsteinn(bæði úr Vífli)á móti okkur og vorum við sérstaklega ánægð að sjá Bergdísi og Unnstein þar sem við höfðum áður verið á námskeiði þar sem þau voru leiðbenendur á.. Þegar við vorum nokkurn veginn búinn að koma okkur fyrir föttuðum við áttum að koma með mat sjálf(enginn úr Faxa með mat).. Við Jenný fórum og keyptum mat og náðum svo í 2 stráka sem höfðu fengið far með öðrum og hafði sprungið á dekkinu og eitthvað vesen… Þegar við komum svo loksins upp eftir þá vorum flestir komnir… Setninginn var með skemmtilegu sniði og vorum við látinn segja nafnið okkar, fæðingardag og stjörnumerki og hentum í leiðinni bandi á milli… Við vorum svo látinn henda því til baka eftir smá ræðu frá Jenný;o)
Svo var okkur skipt í flokka og flokkarnir fundu sér nafn.. Flokkarnir hétu Dollý, Heimalingar og Gemlingar.
Eftir setninguna vorum við látinn fá skriffæri og áttum við að undirbúa útilegu fyrir 10-12 ára krakka.. Síðan var haldinn kvöldvaka sem var mjög skemmtileg og öðruvísi en þessar venjulegu kvöldvökur..
Um kvöldið kom svo í ljós að einn af drengjunum hafði gleymt svefnpoka og kom það í minn stað að deila með honum svefnpokanum aðra nóttina…. Unnsteinn kom svo upp og sagði okkur draugasögu sem við hlógum mest af en eitthverjir urðu þó hræddir.

Á laugadagsmorguninn vorum við vakinn með söngi og síðan í skálaskoðun sem gekk vel..
Fáninn var með skemmtilegu sniði og var þar enginn fánastöng eða fáni notaður.. Heldur vorum við látinn ýmunda okkur stöngina og fánan.. Svo var komið að morgunleikfiminni sem Unnsteinn sjórnaði(skemmtilegustu morgunleikfimirnar;o)
Eftir morgun matinn fórum við svo í póstaleik;þar sem við lærðum að búa til gervi sár, undirbúa hike, leiki og eitthver klöpp (sem Víflarnir eru sérfræðingar í;o)
Eftir hádegið fórum við svo í hike….. Og komum upp í skála um 4..
Þegar við komum þangað voru foringjarnir að baka skonsur..("mjög góðar,,doldið dökkar:o) og meðan við borðuðum þá forum við í leik sem var þannig að maður fékk eitthvert hlutverk t.d. fá að smakka hjá öðrum, vera að fikta í hárinu og segja hvað það er yndislegt á öðrum, segja frá hvað leiðbeinendurnir voru frábærir og margt fleira..
Eftir kaffið var hver hópur látinn kenna öðrum t.d. leiki, skyndihjálp, hnúta og fleira, og kendum við Faxarnir hinum t.d. Stof sem er einn vinsælasti leikurinn í Eyjum..
Svo fengum við tíma til þess að undirbúa okkur fyrir kvöldvökuna..
Eftir matinn var svo haldin kvöldvaka á hefbundinn hátt en mjög skemmtilega…
Þegar kvöldvakan var búinn fóru öll lömbin út í Stof en foristusauðirnir fóru að undirbúa eitthvað.. Þegar við vorum hálfnuð í leiknum kom Unnsteinn og tók 1 inn í einu.. Þegar við komum inn tók við allt dimmt, kerti og steinar eftir einum ganginum og við endan sátu Jenný og Bergdís, þar vorum við látin fara með eitthvert heiti á meme máli.. Og var það eitthvernveginn svona mmee me me mmmmmmmmeeeeeeee mmeee mmmmmmmeeee… Þegar við vorum búinn að því fengum við eitthvern ekki góðan (ávöxt/grænmeti) og vatn… Og vorum svo látinn býða eftir hinum og hlusta á þau sem eftir voru(hehehe þá var gaman að vera með þeim fyrstu) Eftir þessu skemmtilegu athöfn fengum við okkur kvöldkaffi og forum svo í háttinn, allir mjög þreyttir..
Á sunnudeginum vorum við vakin man ekki hvernig..
Og allir fóru út í fánan, morgunleikfimina og svo í morgunmat..
Síðan var haldið í póstaleik þar sem farið var yfir útilegur, sveitaráðið og svo vetrarstarfið.. Þegar því var lokið skelltum við okkur í að þrífa húsið og svo slíta….
Faxi fékk svo að gista í skátaheimilinu á Selfossi á Sunnudagskvöldið og skemmtum við okkur saman sem voru á námskeiðinu
Þetta var frábært námskeið og við lærðum mjög mikið á því.. Sem flokksforingjar fengum við fullt af hugmyndum og hlakkar okkur til að fara að starfa eftir sumarfríið;o)
Leiðbeinendurnir voru frábærir og náðu vel til okkar;o) Við vorum fá og mjög góður hópur og urðum flest frábærir vinir;o) Þúst ef ykkur býðst að fara á námskeið skellið ykkur marr…. Þetta er frábært;o) kv Alma Elísabet