mig langar aðeins að spjalla um Skátabúninginn.

Búningurinn hefur tekið mörgum breytingum í gegnum tíðina. Í dag er er íslenski skátabúningurinn ljósblá skyrta eða dökkblá peysa og skátaklútur

Mér fanns Foringjaklútarnir vera ógurlega töff, og var hálfgerð synd að hafa hætt með þá. Þeir gáfu skýra til kynna hver var foringi á staðnum,

Almennur skátabúningur er ljósblá skátaskyrta með tveimur brjóstvösum og axlaspælum, eða dökkblá peysa með áprentuðu merki Bandalags íslenskra skáta.Vínrauður skátaklútur sem borin skal um hálsinn og tekin saman með hnút.Dökkar buxur eða dökkt pils og belti með íslenskri skátasylgju.

En það er svoldið um það að búningurinn sé ekki rétt notaður.

Vitna í foringjahandbók:

LJÓSÁLFAR.
Ljósálfar nota alfarið dökkbláu treyjuna sem skátabúning sinn og bera ljósbláan klút við.

YLFINGAR.
Ylfingar nota alfarið dökkbláu treyjuna sem skátabúning sinn og bera gulan klút með.

Ég sé oft Ylfinga og ljóálfa í skátaskyrtu, sem er greyilega ekki við hæfi.

Skátum er heimilt að nota hvort sem er peysu eða skyrtu, með skátaklút og merkjum.

Það er mjög skýrt á um hveðið hvar merki skulu staðsett á skyrtuni
Merki Bandalags íslenskra skáta á að vera fjóra sentrimetra ofan við vinstri brjóstvasa skátaskyrtunnar. Fyrir foringja og eldri skáta sem ekki eru með vörðumerkin má merkið vera tveimur sentimetrum ofan við vinstri brjóstvasa.
Alþjóðamerki BÍS (merki inniheldur merki beggja alþjóðahreyfinganna) skal bera ofan við hægri brjóstvasa í sömu hæð og merki BÍS.Skátavörðurnar skal bera á skátaskyrtunni undir merki BÍS, einn sentimeter ofan við vinstri bjróstvasa. Þegar skáti hefur unnið sér inn allar þrjár vörðurnar í einni átt, má hann færa þær yfir á vinstri upphandlegg rétt ofan við olnboga.

Skátavörðurnar skal bera á skátaskyrtunni undir merki BÍS, einn sentimeter ofan við vinstri bjróstvasa. Þegar skáti hefur unnið sér inn allar þrjár vörðurnar í einni átt, má hann færa þær yfir á vinstri upphandlegg rétt ofan við olnboga.
Dróttskátavarðan, Gullnavarðan, og Forsetamerkið koma í stað skátavarðanna eftir því sem unnið er til þeirra.

En það sem kom mér á óvart var hvað var sagt um búninga drottskáta og foringja.Og vitna aftur:

DRÓTTSKÁTAR.
Dróttskátum er auk almenns búnings, heimilt að nota:
Dökkbláa, síðerma V-hálsmálspeysu yfir ljósbláu skátaskyrtuna.
Vínrautt hálsbindi í stað þríhyrnunnar.

FORINGJAR.
Foringjum er auk almenns búnings, heimilt að nota:
Dróttskátapeysu eða dökkbláan jakka.
Vínrautt hálsbindi í stað þríhyrnunnar.

Skátum ber að vera hóværir í notkun mótsmerkja og ekki vera með skátabúninginn eins og illa skreytt jólatré. Persónulega finnst mér 3 merki vera yfirdrifið og merkju má þá safna á varðeldaskykju.

Svona í lokinn langar mig að spyrja hvort menn séu yfir höfuð óánægðir með skátabúninginn, Þá að seigja skátaskyrtuna?

Með von um góð svör

MS14scout