Félagsútilega Stróks!!!
Við lögðum af stað á föstudaginn, 28. febrúar, um 20leitið. Um 21-22 leitið voru svo allir mættir í Arnarsetur þar sem við ætluðum að gista. Um kvöldið komum við okkur fyrir og settum útileguna og byrjuðum leynivinaleik og fengum okkur kakó. Svo var kyrrð um 0-2leitið.

Laugardagur
Ræs kl. 8 og skálaskoðun kl 8:30 =0) Fyrir morgunmat sá ég svo um morgunleikfimina sem var mjög skrautleg=0) Fyrir hádegi var dagskrá, þar voru póstar (hveitiboltar, hnúta,stígvélakast og fleirri). Um eitt leitið var hádegismatur (grjónagrautur). Eftir hádegi var svo aftur póstaleikur en þá voru söngpóstar og skyndihjálparpóstar. Eftir kaffi fóru svo stráka foringjarnir og Guðrún Helga með krakkana í hike en hinir foringjarnir tóku til og byrjuðu að hita kakó. Á meðan krakkarnir voru úti í hikeinu varð vatnslaust en það reddaðist allt. Svo kom kvöldmatur og í kvöldmat var mjög gott spagetti og hakk. Eftir kvöldmat áttu flokkarnir að æfa skemmtiatriði.
Um kvöldið var kvöldvaka sem aðstoðarfélagsforinginn og dróttaskátarnir (tveir) stjórnuðu. Þá komu líka flokkarnir með skemmtiatriðin sín. Svo sagði aðstoðarfélagsforingin Kittý spooky draugasögu og svo beint í næturleik!! Næturleikurinn gekk út á það að það fóru 4 foringjar út og hver foringinn hafði sitt nafn (Draugur, vofa, afturganga og garún) og fengu þau kindil sem þau kveiktu svo á. Flokkarnir fengu svo eitt orð og áttu að finna þann foringja sem hét þessu orði ef þessi foringi hét ekki þessu orði mátti hann ekki hreyfa sig en ef foringinn hét orðið átti hann að fara með krökkunum heim. Það fór enginn foringi með krökkunum að leita af foringjanum! Þegar allir voru svo komnir inn fengu við okkur kakó og kyrrð kom fljótt á.

Sunnudagur
Ræs kl. 9 og skálaskoðun kl. 9:30. Fyrir morgunmat sá svo Gunna Maggý um morgunleikfimina. Fyrir hádegi var bara frjálstími og eftir hádegismat (sem var kakósúpa) fórum við að taka til. Þegar við vorum búin að taka til var útdeilt viðurkenningum, ég fékk viðurkenningu fyrir að vera mest ástfangin og svo fengu allir foringjarnir fyrir að vera mestu nöldurseggirnir =0Ð Við fórum heim um 15:30. En ég komst ekki heim fyrr en 17 =0( Því foringjarnir áttu svo að klára að taka til!