Fyrir nokkrum vikum fór ég með sveitinni minni í útilegu. Sveitin heitir Gaulverjar og flokkurinn Gallar (ég er flokksforingi). Ætlunin var að fara í Fálkafell og það stóðst. Ég veit ekki hvernig skálarnir hjá öðrum félugum eru en Fálkafell toppurinn að ég held. Það er byggt 1932 og hefur verið í fullri notkun síðan.
Þar er ekkert rennandi vatn heldur brunnur og auðvitað ekkert rafmagn. Til hitunar er notuð kabyssa. Við eigum líka annan skála sem heitir Valhöll og er miklu leiðinlegri þó að maður verði stundum leiður á aðstæðunum í Fálkafelli. Þegar við mættum kom í ljós að þrír gestir mundu slást í hópinn en þeir voru
Stáni(stjani), Bubbi og Gráni.Á göngunni uppeftir urðu nokkrir langt á eftir þannig að stoppið hjá pásusteinivar mjög rausnarlegt. Þegar við komum uppeftir raðaði Arnór okkur upp í tvær raðir eftir því á hvorum helmingnum á árinu við
værum fæddir(sjá greinina týpískur Gaulverjafundur eftir Dominic til frekari útskýringa). Og sá sem fattaði kerfið(ég) fékk að fara fyrstur inn. Þegar inn var komið var ég settur í að kveikja upp í kabyssunni ásamt einum nýliða. Því miður gleymdi ég hnífnum mínum heima og allir sem voru með hníf vissu greini-
lega ekki hvað það er að brýna þannig að ég fékk mjög fátæklegar spænir. En það gekk allt upp þegar ég uppgötvaði stóran poka af sagi sem kviknaði auðveldlega í þannig að það var allt í lagi. Svo var kveldkakóið til og það var ágætt. Ég var á annari vakt sem átti að hita vatn fyrir uppþvottinn. Daginn eftir
vökniðum við eldsnemma til að fara í fmfm(fótaferðartími, morgunleikfimi, fáni og morgunmatur). í morgunmat var að sjálfsögðu hafragrautur. Svo eftir smá slagsmál fórum við út til að byrja hækið sem átti að verar gönguferð upp á súlur
en í staðinn fórum við bara að leika okkur í brekkunni fyrir ofan fálkafell. Enginn slasaðist nema SMH (steini með hárið) sem puttabrotnaði en það reyndist bara vera tognun. Við grófum holu sem var byrjunin á snjóhúsi en náðum ekki að
klára vegna þess að tíminn var orðinn naumur. Seinna heyrði ég að snjósleði hafi lent ofaní holunni :-). Við vorum orðnir kaldir svo þegar við komum til baka vorum við auðvitað mjög vonsviknir yfir því að þurfa að byrja að kveikja upp í kabyssunni vegna leti sveitaforingjanna. En það blessaðist allt. Eftir aðeins meiri slagsmál til að hita okkur upp fóru nýliðarnir með sveitaforingjunum og gestunum til að vígjast. Á meðan steiktum við eldri og reyndari hamborgara sem því miður voru orðnir kaldir loksins þegar hinir komu aftur. Mjöðurinn var að sjálfsögðu á sínum stað og bragðaðist betur en nokkru sinni enda mjög
sérstök hráefni. Eftir að hafa skipað niður á vaktir fórum við að sofa. Ég var á fjórðu og næst seinustu vakt. Þegar ég vaknaði var kabyssan steindauð og ég þurfti að byrja upp á grunni í þriðja sinn að kveikja á henni og í annað sinn vegna vanhæfni annara. Við vöknuðum ekki fyrr en tíu daginn eftir sem var frábært og aðallega vegna góðmennsku seinustu vaktarinnar sem átti að elda
morgunnmatinn. Heimir brenndi sig á hafragrautnum og var með umbúðir í meira en tvær vikur á eftir því enda annars stigs bruni. Einnhverra hluta vegna var ég mjög upptekinn þegar maturinn var þannig að ég borðaði ekki fyrr en klukkan
fimm daginn eftir síðasta mat. Þegar skálinn var orðinn tandurhreinn og við ætluðum að leggja á stað heim var orðið svo gífurlega hvasst að við tókum ekki þá áhættu að fara með alla nýliðana niður af ótta við að þeir mundu einfaldlega
fjúka í burtu. Þeir eru nefnilega margir hverjir lítið meira en þrjátíu kíló. við hringdum þá í lögguna til að fá númerið hjá súlum en þeir héldu að þetta væri bara símaat og gerðu grín að okkur. Þá náðum við í pabba eins stráksins sem flutti nýliðana niður og þá gengum við hinir þetta bara.