8. – 9.02 fóru Húnar í skemmtilega flokksútilegu endaði því miður í Skála á Hafravatni. Fyrst ætluðum við upp í Kút á Hellisheiði en skálavörðurinn var búinn að taka hann frá. Bömmer. En ferðin var þó skemmtileg.

Eins og flestir muna eftir var mikill vindur þessa helgi. Þótt fyrir það reyndum við að fara í smá hæk en það gekk ekki vel því að við gátum ekki einusinni staðið rétt þannig að ekkert var úr því. En við fórum niður að Hafravatn og það var nú bara sama dæmi og upp í fjöllum. Allavega fengum við ekkert vatn til þess að drekka eða elda þessa helgi. En þrátt fyrir þennan galla fórum við í smá hnútakennslu, bjuggum til smá flokkseinkenni og gerðum flokkssöng. Um kvöldið var svo grillað, spilað á gítar og sungið fram á nóttu. Aðstoðarsveitarforingi Minkasveitar og flokksforingi Refa mætti um kvöldið og sungu og kláruðu nammið okkar með okkur.
Daginn eftir vöknuðum við svona um kl. 11 og farið var að taka til. Allt planið fór til fjandans þessa helgi vegna veðurs en við ætluðum í hæk og fleira skemmtilegt sem maður gerir utandyra. Mamma hringdi svo í mig mjög áhyggjufull og var að segja mér að það væri spáð vont veður, vind og veseni. hehe

Engar myndir eru til frá þessari ferð vegna þess að hún gleymdist í bænum. damn
kv. Sikker