“Ég sé hann lifandi fyrir hugskotssjónum, þó að nú séu liðin tuttugu ár frá því þessir atburðir gerðust. Þarna stendur hann í glampanum frá varðeldinum, snaggaralegur, unglegur og fullur lífsgleði. Aðra stundina grafalvarlegur, en hina fullur gáska og svarar alls konar spurningum, hermir eftir fuglum, segir skemmtisögur og dæmisögur. Sýnir áheyrendum hvernig á að bera sig að við að elta uppi veiðidýr og rekja slóð þess. Þess á milli syngur hann og dansar umhverfis varðeldinn”.

Sir Percy Everett, bókmenntaritstjóri forlagsins Arthur J. Pearson Jr skrifar þetta eftir
ferð til eyju við Poolr Harbour, Hin vel þekkta Brownsee eyja. Hann var þar á ferð síðustu
viku Júlímánaðar árið 1907 Þar hitti hann í fyrsta sinn Sir Robert Baden-Powell,Hershöfðingja og þjóðhetju Breta. Þarna var Baden-Powel með 22 stráka í fyrstu skátaútileguni.
Strákarnir voru í 4 flokkum sem kölluðust Úlfar,Uxar,Hrafnar og Spóar.

Baden-Powell var um fimmtugt, Herforingi sem næstum allan sinn ferill hafði starfað á Indlandi og í Afríku.Hann komst á hátind frægðar sinnar eftir að hafa stjórnað hetjulegri vörn Mafekingborgar í Suður-Afríku. Við heimkomuna varð hann þjóðhetja og eftirsóttur gestur á fundum ýmisra félaga og samtaka.

B-P sem var mjög áhugasamur um uppeldismál vildi taka börn úr stórborgarumhverfi og kynna þeim fyrir nátturinni og umhverfinu í kring. Hann sagðist hættulegast að flestir væru bara áhorfendur að
lífinu og vildi virkja alla meðlimi samfélagsins. Hann beið ekki boðanna,talaði um hugmyndir sínar við málsmetna menn og undirbjó sig mjög vel. Eftir það voru hugmyndirnar reyndar á Brownsea Eyju

“Þetta var eins og að vera boðið í konungshöllina, ekkert undanfæri að taka þátt í útilegunni”
Sagði einn drengjana sem var á Brownsea eyju seint í júlí 1907. Ýmindið ykkur útilega til sjóræningjaeyju, Gulleyjan og Robinson Krúsó koma manni strax til hugar.

B-P Kenndi í Þessari útilegu að reisa og fella tjaldbúð, búa til einfalt skýli og að baka brauð í buxnarvasa.
Eftir útileguna voru margir skammaðir fyrir útlitið á buxunum!Þetta er samt góð aðferð sagið B-P.
Um kvöldið stjórnuðu B-P og aðstoðarmaður hans MacLaren, sem var skoti ef eitthver var að velta því fyrir sér,Varðeldi Þeir sögðu sögur, fræddu og glöddu áhugasama drengi, sem létu sér vel líka þrátt fyrir flugnabit.
Þarna kannaði B-P áhrif kennsluaðferðar sinnar sem hann nefndi “learning by doing” - athafnanám - og sá hvernig skátaflokkurinn fæddist.

Síðar ritaði hann um útileguna: “Manni gafst best að kenna erfiða hluti með því að segja frá viðfangsefninu við varðeldinn, greina atriðin vel í sundur og krydda efnið með sögum og leikjum. Morguninn eftir var tekið til óspilltra málanna og strákarnir reyndu sig við verkefnin”

Skátahreyfingin miðar stofndag sinn við þessa fyrstu útilegu.B-P varð fljótlega að gera störf fyrir skátahreyfinguna að öðru ævistarfi sínu. Skátastarf er mjög vinsælt og næstum 100 árum eftir þessa útilegu eru starfandi skátar um 35 milljónir en nærri 300 milljónir manna hafa verið félagar í skátahreyfingunni.

Baden-Powell lifði löngu og hamingjusömu lífi, hann bjó sín síðustu ár í Kenía þar sem hann var svo grafinn undir hinu mikla fjalli. Mount Kenía. Þó að menn verði að velta fyrir sér, Ætli hann hafði haft hugmynd um hvað hann var að koma á stað?

Stuðst við bíkina Skátahreifinginn.