Þessi undirbúningsútilega fyrir Belgíuferð var haldin í Vífilsbúð, Heiðmörk, þann 14. - 16. febrúar 2003.

FÖSTUDAGUR:
Við vorum komin upp í Vífilsbúð um 9 leitið og komum okkur fyrir.. Næturleikurinn sem haldin var þetta kvöld var nokkuð góður að mínu mati og hérna kemur allt um hann:
Tveir flokkar kepptu, átta manns í hvorum. Leikurinn gekk út á stig. Hver manneskja var með eitt líf: 25 stig fyrir hvert líf í lok leiks. Markmiðið var að komast frá Vífilsbúð og út að tréskýlinu hjá veginnum og til baka. Í skýlinu vorum við látin éta hákarl: 25 stig fyrir hverja manneskju. Síðan voru fjórar kippur, hver með tvem tveggja lítra flöskum fullum af vatni, sem við áttum að bera út í skála: 200 stig fyrir hverja kippu. Á rafmagnsmöstrunum sem fylgdu veginnum voru númer sem við áttum að leggja saman: 200 stig. Á einu af þrem möstrum var fáni: 200 stig.
Minn flokkurn vann því við náðum fánanum og einni kippu af andstæðingunum..
Ég held að mjög fáir hafi komið út úr þessum leik þurrir, en það var þannig með mig að ég var alveg þurr í leiknum en þegar ég fór úr skónnum og steig á mottuna inni í skála varð ég blautur í fæturna.

Við vorum nokkur sem vorum ekkert þreytt þannig að við vorum bara að spila og tala saman til klukkan fjögur og fórum þá í bælið. Samt var ég og chacha ennþá að tala til klukkan hálf fimm. Þá fórum við að sofa.

LAUGARDAGUR:
Ræs var klukkan hálf níu þannig að ég hafði sofið fjóra tíma þessa nótt en var merkilega vakandi þennan dag.. Eftir morgunmat fengum við það verkefni að við áttum að kynna okkur eitt málefni úr mótinu, t.d. þemur, dagskrá, tjaldbúð o.s.frv., og kynna það síðan fyrir hinum hópunum. Minn hópur fékk dagskrárþemur og var mjög gaman að kynna sér það svolítið..
Eftir hádegismat æltuðum við að fá okkur stuttan göngutúr út í Maríuhella en vegna veðurs, sem var btw brjálað, fórum við ekki. Restin af deginum var í því fólgin að það var talað, borðað talað meira, kvöldvaka (mjög skemtileg, eins og aðrar), síðan talað smá meira. Þegar þessi skemtilega dagskrá var búin var klukkan ca. 10 eða 11, man það ekki alveg. Þá fórum við að spila Party & Co. Það gekk nú alveg ágætlega. Fararstjórarnir, held ég, voru svo miklir snillingar að koma með bæði sjónvarp og videotæki, en engar spólur til að horfa á, þannig að við máttum horfa á snjóinn í sjónvarpinu í dágóðan tíma.. Nei, djók, við horfðum á Goldfinger og Ten things I hate about you. Þegar við vorum búin að gera þetta var klukkan orðin fjögur og kominn tími á það að fara að sofa. En nei, auðvitað þurfti ég að pissa á svona skemtilegum tíma og í svona skemtilegu veðri. Eftir þessa fræknu ferð lá ég á dýnunni minni og drakk Egils Appelsín, mjög gott.

SUNNUDAGUR:
Ég var vakinn klukkan hálf ellefu, með öðrum orðum: svaf í sex tíma. Þá var borðaður morgunmatur, var rétt að kingja honum þegar hádegismaturinn kom. Í hádeginu voru afgangar: Dominos pizza, grjónagrautur, eitthvaðmexíkanstdótsemégmanekkihvaðheitir og saltstangir. Þá var þessi venjulega tiltekkt og síðan var farið heim og lagt sig eftir frábæra útilegu..