Um síðustu helgi fór stelpusveitin í vífli í sveitarútilegu upp í heiðmörk. Gist var eina nótt upp í Vífilsbúð sem er skáli félagsins. Lagt var af stað kl10 á laugardagsmorgunin og gengum við upp í Maríuhella, þar sem þeir voru skoðaðir, og sögð þessi ótrúlega magnaða draugasögu, en hún var í boði Evu! Siðan var aftur lagt af stað. Á leiðinni upp eftir í skálan hittum við nokkra franska túrista sem voru að skoða heiðmörkina og síðan var sungið. Þegar við komum uppeftir í skálan, fengu allir sér að borða og síðan var lagt af stað upp í vatsnuppsprettuna, en það er sprunga þar sem tært vatn er. Gjáin var skoðuð og þegar við vorum aftur komin að skálanum var þeim skipt niður í tveim flokkum sem áttu síðan að sjóða pulsur á “tunnum” Síðan var farið inn og allir fengu að elda sér kvöldmat. Um kvöldið var síðan haldin kvöldvaka og sagðar sögur. Síðan var kakó og kex og fljótlega eftir það var farið að sofa, enda allar svo þreyttar eftir daginn. Ég sagði stelpunum þessa frábæru “draugasögu” -Bleiku borðtenniskúlurnar, og stuttu síðar var haldin vígsla fyrir hvern og einn meðlim í sveitina til að þau verða viðurkenndir meðlimir Forynja.
Eftir vígsluna komu loks Guðrún og Gunnur en þær höfðu farið á Söngvakeppni SAMFÉS og þar að leiðindum höfðu þær misst af mest öllu fjörinu um daginn.
Á sunnudags morguninn var vaknað um 10, og síðan var birjað að taka saman dótið. Svo var farið í verkefnalek, þar sem t.d. átti að semja ljóð um foringjana. Siðan var skálinn þrifinn og síðan átti að leggja af stað heim fótgangandi, en þar sem það var svo mikil rigning og allir voru svo þreyttir var hringt í nokkra foreldra og þau komu og sóttu okku.

Þetta var velheppnuð ferð að allra mati, og fóru flestir snemma að sofa á sunnudagskvöldið!

Bergdís flokksfor.!!