Þann 5. jan var foringjadagur hjá Vífli í Garðabæ. Þar voru flestir foringjar félagsins saman komnir til að skipuleggja vorið hjá flokkum og sveitum. Því miður var það mís lengi sem foringjarnir sáu sér fært á að mæta í vegna vinnu, auk þess eru nokkrir úti í Thailandi. Dagskráin var þannig að allir áttu að mæta kl.12, þá var haldinn fundur og síðan fóru sveitirnar að skipuleggja starfið. kl.15 birjaði síðan foringjaleikarnir, no fear, en það var hinn hugdjarfi Unnsteinn sem skipulagði þá með smá aðstoð frá Ingibjörgu og Hrafnhildi. Það var skipt niður í hópa, stelpusveitin var saman (3 foringjar + stefán) siðan strákasveitin (4 foringjar) og siðasti hópurinn var sá hópur sem reiknaði ekki með því að geta verið alla kepnina vegna þess að þau voru að fara eithvert (3 for.)
Fyrsta keppnin var einstaklings keppni, en sá aðili sem vann fékk 20 stig. fyrir sitt lið. Sú keppni gekk út á það að mynda 90° horn, eða stól uppvið vegg með hendurnar út og með tappa á milli puttana. Hann Hjálmar vann fyrir hönd strákana.
Siðasta keppnin var síðan matarkeppni. Þá átti að fara í pílukast til að reyna að láta mótspilarana sína fá e-ð ógeðslegt að borða. Það var búið að ljúga að okkur að þetta væri kattarmatur, en í raun þá var þetta aðeins ávextir. Strákarnir birjuðu og þeir fengu “kattarmatinn” tíminn þeirra minnir mig hafi verið 1 1/2 - 2 min.
Næst vorum það við í stelpusveitinni og við fengum einnig ávexti og við vorum 1/2 min.
Í lokin voru það eldri hópurinn og þær vor í 1 min. held ég
í lokinn fengu unnsteinn og Ingibjörg að keppa og þau voru svo óheppin að lenda á sjávarréttunum, það voru sniglar, e-r laukur, ansjósur o.fl.
Þau stóðu sig með þvílíkri snilld, og borðuðu matinn.
Guðrún og Stefán í liði stelpusveitarinnar borðuðu auka ansjósur og snigla svo það varð niðurstaðan að stelpusveitinn vann eftir mikla báráttu!

Þetta var svo gaman að við erum öll farin að hlakka til þangað til næstu foringjaleikar verða, en það er í ágúst!