Nú eru aðeins örfáir dagar þar til vaskur hópur skáta mun leggja af stað til Thailands. Mótið verður haldið dagana 28. des. til 8. jan. Mót þetta er tuttugasta mót sinnar tegundar og það þýðir að næsta mót verður það tuttugasta og fyrsta í töðinni (merkilegt nokk).

Í dag, 17. des. eru liðin rúmlega þrjú ár síðan ég tók þá skeleggu ákvörðun að halda á téð mót. Á landsmóti 1999
(* Leiktu þitt lag
* Ég svaf með þrem öðrum í tjaldi
* Tveir tjaldfélaga minna eru á leið til Tælands
* Söngurinn var flottari en Álfar og tröll)

sýndi flokksforingi minn okkur myndir sem hann hafði tekið á seinasta alheimsmóti í Chile. En bæði hann og sveitarforingi minn höfðu farið á það mót.
Þegar myndir þessar höfðu verið sýndar, ákvað ég, í samvinnu við vin minn, að við skildum fara á næsta alheimsmót.
Ég byrjaði strax að safna fyrir ferðinni þegar ég fermdist árið 2000. Ég fékk X krónur í fermingargjöf og eyddi þeim öllum utan 20.000 króna
(á einfaldan hátt má tákna þennan útreikning:
X-Z=20.000 ríkisdalir)
sem fóru í söfnunarsjóð.
Sumarið 2000 fékk ég vinnu hjá bænum (unglingavinnan hljómar ekki jafn vel) og fór u.þ.b. einn þriðji minna launa í ferðasjóðinn.

Næsta sumar, 2001, vann ég aftur hjá bænum (bæjarvinnan hljómar heldur ekki vel) og í þetta sinn má áætla að um þrír fimmtu hlutar launanna hafi farið í sjóð þann sem kenndur er við ferðina.

Nú í suma, 2002, vann ég hjá bænum og mun ekki vinna hjá honum framar, vona ég. Í þetta sinn fóru nætti öll mín laun í þessa Tælandsferð fyrir utan 24.000 krónur sem fóru í bakpoka, 15.000 krónur sem ég borgaði á landsmót og 36.000 krónur sem ég borgaði í skólabækur, plús einhver peningur sem fór í skólagjöld, útbúnað, föt strætókort.
Augljóslega var ekki mikið eftir af laununum eftir alla þessa eyðslu, en það má með sanni segja að öll mín laun (fyrir utan þessa smávægilegu, kostnaðarsömu hluti, sem ég hef þegar talið upp) hafi farið í ferðina.

Það kom að að borga þurfti ferðina.
Sjálfur greiddi ég fyrir ferðina að mestu en fékk lítilmótlegan styrk frá föðurhúsum til að greiða mína síðustu greiðslu og til að kaupa hinn ýmsa útbúnað.
Þess má geta að þessi útbúnaður er rándýr og verður aldrei aftur notaður ;)

Í dag eru aðeins (eins og áður segir) örfáir dagar til brottfarar og hristast axlirnar á mér úr spenningi þess vegna.

Hlakka til að sjá ykkur í Tælandi og megi andi Drottins svífa yfir vötnum þar í landi.

Takk fyri