Ég hafði verið mjög óheppin (eða undir áhrfium frá hinni
“yndislegu” móður minni) að hafa misst af vígsluútilegunni í
fyrra.
Þannig að í heilt ár hef ég verið óvígð inn í sveitina og þjáðst
mikið fyrir það.

En loksins var komið að því. Sveitin, skipuð fyrir þá sem ekki
vita; Garðbæingum, álftesingum og einstaka borgarbörnum úr
höfuðborginni, lagði af stað fótgangandi yfir hraunið á
hellisheiðinni. För okkar var heitið í skátaskálann Kút.
Ég hafði að sjálfsögðu gleymt því að við ætluðum að fara þetta
röltandi, þannig að ég var íklædd Tevum og með óigeðslega
þungan bakpoka (hafði sko ekki verið að spara drslið sem ég
setti í hann (sem ég notaði svo ekkert)).

Vegna þess að ég hata allt sem tengist gangi (þar eð ég er
Kojuskáti mikill) og annara ástæðna ákvað fröken ég að taka
geðillskukast sem bitnaði sem mest á honum Steina litla,
sem hafði auðvitað ekkert gert mér. Ég var líka leiðinlega við
restina af flokknum, og bið ég þá flokksmeðlimi sem lentu
undir fýlukastsflóði mínu hér með afsökunnar. Ég elska ykkur
að sjálfsögðu öll afar heitt:c) -nema Kidda og Pétur. Nei nei
djók, þeir eru ágætir líka…

Allaveganna, við röltum þetta bara í hægðum okkar (… hafið
þið einhvernveginn velt þessu hugtaki fyrir ykkur,; í hægðum.
Shit mar…) Voðalega unaðslegt…

Svo bara komum við okkur fyrir þegar að í skálann var komið.
Seinna um kveldið komu svo nokkrir Landnemar sem dvöldu
einmitt þessa helgi í Þrym. Þeir héldu að sjálfsögðu upp
stuði fram í rauðann dauðann!

Svefninn varð stuttur (ja ok ekki svo), kaldur og ÞRÖNGUR!
Enda var ég, fitubollan látin sofa ásamt Stafáni í þrengstu
kojunni. Hreinn unaður.
Fólk fór á fætur, eldaði sér morgunnverð og síðan lögðu
nokkrar hetjur (þ.e.a.s. allir nema Ég af því að ég er latur
aumingi, Stefán af því að hann öhh, eitthvað, nennti ekki eða
bara og Gunnur, sem er líka löt (en þykist hafa læknisvottorð
og ekki mega ganga))(já ps, þetta læknisvottorð er frá Sigga
komið, þar eð hann vill alltaf vera að kássast eitthvað) upp í
stórbrotinn leiðangur. Þau sem sagt löbbuðu (gönguóðir
súperskátar) niður í Reykjadal og fóru í bað. Ég veit svo sem
ekkert hvað þau gerðu fleira, Bergdís eða einhver póstar því
bara inn seinna.

Á meðan fórum við þrjú sem eftir vorum og röltum niður í Þrym
og ætluðum, í mesta sakleysi, bara í heimsókn. Haldiði ekki
að við höfum bara lent í svaka húfuvígslu og látum. Það var
samt afar áhugavert:c)

Þegar heim var komið sofnaði ég. Seinna vaknaði ég. (vá
hvað þetta voru eitthvað heimskulegar setningar)

Við sungum og eitthvað fleira, borðuðum sleikjóa sem
Ingibjörg hafði komið með færandi hendi.

Þá var komið að hinni kyngimögnuðu Fenrisvígslu. Ég get því
miður ekki gefið ykkur nein smáatriði um hana.

Eftir vígslunqa var rætt um framtíð sveitarinnar.

Daginn eftir gengum við aftur út að neyðarskýlinu. Á leiðinni
töldum við vörðurnar, sem Landnemar höfðu reiknað út að
væru 44 (samkvæmt því að það væru 50 metrar á milli og 2.2
kílómetrar.) Landnemar kunna greinilega ekki að mæla fyrir
vörðum, því að vörðurnar voru ekki nema 38. Hvílíkur
skandall.

Svo fóru allir, grútþreyttir heim.

Þetta var afskaplega fín útilega og já, bara eitthvað…

Þið eruð öll unaður!