Við þekkjum öll sögur af álagablettum og hvað það getur haft í för með sér að sinna ekki þeim skyldum, sem liggja á þeim, sem um þá fara. Fólk á að setja steina í vörður, fara með bænir og oftast liggja á þeim stöðum þau álög, að þar megi ekkert færa úr stað.
Á Hellisheiðinni undir Skarðmýrarfjalli, þar sem nú standa yfir umfangsmiklar boranir vegna nýju virkjunarinnar, standa tveir staurar, sem ekki láta mikið yfir sér. Upphaflega munu þeir hafa átt að verða hlið í fyrirhugaðri mæðiveikigirðingu og reistir á milli 1940 og 1950 af Hitaveitu Reykjavíkur. Staurarnir eru við leiðina inn að skátaskálunum í Jötunheimum, Bæli, Kút, Hreysi og Þrym og í áranna rás varð skátunum og reyndar öðrum, sem þarna fóru um, að ef menn kysstu ekki þessa bikuðu staura á leið sinni inn á heiðina, þá var voðinn vís. Og staurarnir fengu meira að segja nafn: Þeir heita Svertingjarnir. Sumir kalla þá að vísu Negrana, en það mun hafa verið fyrir aukna réttindabaráttu blökkumanna og viðurkenningu á sjálfsögðum mannréttindum þeirra sem annarra. En vei þeim, sem ekki kyssti Svertingjana! Til er frásögn af skátahópi, sem kom að staurunum á kafi í snjó. Ekki kom til greina annað en að gera sér snjóhús og leita þá uppi, áður en haldið var áfram inn á heiðina, jafnvel þótt það tæki föstudagskvöld og vel fram á laugardaginn.
Ég skora á ykkur öll að reyna vera eins og ég