Það er mjög leiðinlegt þegar að fólk sendir inn greinar og ég neita þeim og fólk bara heldur að ég játi öllu. Það er nú bara þannig að oft bendi ég á villur og neita og segi því að laga það og þá myndi fólk geta sent þetta inn aftur og ég játa. En aftur á móti er það mjög sniðugt að vista greinar og þá lagfæra það sem ég bendi á og senda inn aftur. Ég veit að ég er ekki fullkominn þegar að kemur að stafsetningu enda hef ég engan “æðislegan” stjórnanda til að fara yfir mínar greinar. Þannig að ég vil biðja ykkur öll um að sýna starfi mínu skilning og einfaldlega vista greinarnar á word því að það er einfaldasta aðferðin við aðhalda öllum glöðum og einnig að gera starf mitt MIKLU auðveldara.