Loksins hefur mitt aðaláhugamál verið stofnað, en það er Bridge. Sjálf keppi ég a.m.k. 3 í viku og hef verið að tuða mikið í Almættinu að fá þetta áhugamál inn.

Nú hvet ég alla sem spila t.d. Vínarkerfið, BLUE og önnur kerfi en Standard að skrifa um þau, kenna og útskýra því hér getum við uppgötvað næstu meistara.

Vil að lokum minna á að þeir hugarar sem þegar hafa einhverja reynslu í Bridge (kunna grunninn) og eru undir 25 ára að mæta niður í Síðumúla 37 á miðvikudagskvöldum kl. 19:30 og þar verða leiðbeinendur til að aðstoða sem og þeir sem eru lengra komnir verða alltaf að hella aðeins úr sínum viskubrunni.

Kveðja,
Abigel stjórnandi Bridge hluta þessa áhugamáls