Nú skilst mér að Hrókurinn sé að fara í för til Grænlands að nema þar skákíþróttinni farveg í fjórða sinn ef ég man rétt. Ég tel frekar að Hrókurinn ætti að verja frekar starfskröftum sínum að vinna skákinni brautargegni hér á Íslandi. Því enn á eftir að koma nokkrum stöðum á kortið með skákina. Ef við viljum halda skákinni á lofti þurfum við fyrst og fremst að hugsa um okkur og einbeita að því að gera skákina ennþá vinsælli en hún er og fjölga mótum, jafn fyrir eldri sem yngri. Ég tel þetta vera verkefni fyrir Hrókinn heldur en að fara til Grænlands.