Ég verð að segja að rökin hér fyrir ofan um að skák væri íþrótt voru öll sterkari en þín um að skák væri ekki íþrótt, þannig að ég sé ekki hvað þú ert að kvarta undan því að þú viljir “almennilegar” útskýringar þegar þú tekur ekki mark á þeim sem að þú færð.
Þú sagðist líka vilja heyra rök sem þú hefðir ekki heyrt áður. Fólkið sem svaraði gat með engu móti vitað hvað þú hafðir heyrt áður og hvað ekki, en ef að þú hafðir heyrt allt hér fyrir ofan áður og finnst þær engu að síður standa í skugga þess sem að þú sagðir: “Engin hreyfing”, þá kannt þú ekki gott að meta.
Ef að þú vilt segja mér þau rök sem þú hefur heyrt og segja mér af hverju þú getur ekki tekið þau fullgild, þá skal ég reyna að koma með ný. En vilt þú þá gera það fyrir mig að koma með betri rök heldur en að íþróttir þurfi að innihalda hreyfingu.